Allt að komast í ró

sýningin búin og allt að komast í ró :) okkur gekk rosalega vel á þessari sýningu en hann Bangsi minn fékk 2x NOM 2xBIS 1x uppáhaldsköttur dómara, 1x uppáhaldsköttur gesta og svo fengum við feldhirðuverðlaunin á sunnudeginum. Þannig að við göngum sko sátt frá þessu öllu saman. Ég tók líka nokkra MCO og fengu þeir allir rosalega fína dóma ásamt því að LAnte fékk 2x NOM og var svo besta ræktunarlæðan í catagoríu 2 á laugardeginum, Jojo var svo 2xBIV 1x uppáhaldsköttur dómara og Kodou var líka 1x uppáhaldsköttur dómara. Það sem mér fannst líka alveg æðislegt við þessa sýningu er það hvað margir af okkar MCO kettlingum mættu og eftir því sem mér skilst höfðu allir gaman að. Rósa, Jósteinn, Almar og Aisa gistu hérna hjá okkur um sýningarhelgina og það var æðislegt,, alltaf gaman að fá góða gesti :) Svo tóku þau Droopy með sér norður en hún var að flytja til Nonna og Ásu á Akureyri og eftir því sem mér skilst var hún að fara að giftast herra manni þar sem heitir Doddi og er golden persi,,, svakalega myndarlegur.

ég setti inn eitthvað af myndum frá helginni hér

En hérna kemur mynd af prinsinum sem kom sá og sigraði

Fjalldrapa Lion Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Elsku Sigga og fjölskylda !

Já þetta var sko alveg frábær helgi í alla staði og þú mátt sko heldur betur vera stolt af kisunum þínum sem allar stóðu sig frábærlega  

Við erum nú bara reynslunni ríkari og mætum alveg eldklár á næstu sýningu... ekki spurning.  Ása er nú pínu þreytt í dag   eins og eigendurnir.... hehe en við verðum búin að jafna okkur áður en við komum og sækjum Brandinn okkar

Já litla persastelpan þín er sko í góðum höndum fyrir norðan og verður í algjöru uppáhaldi, hún er nú þegar alveg búin að bræða alla  

Það fyrsta sem hún gerði var að borða svakalega mikið og drekka.  Hún var sko líka sannkölluð prinsessa á leiðinni norður... þó að það væru nú bara hrotur í búrinu fyrir neðan... Ásan alveg búin á því.

Við sendum Elísabetu eintóma kossa og knús.... frá okkur. 

Sjáumst svo bara eftir nokkrar vikur aftur.

Love you all Rósa,  Jósteinn, Almar og Fjalldrapa Ása.

Rósa (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:27

2 identicon

Sælar :) Æðislegra myndir frá sýningunni og af kettlingunum auðvitað :) nú er spennan farin að magnast og farið að styttast í að prinsinn komi heim :)

spennó spennó

bið að heilsa öllum,

kv.Sif

Sif Sig (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband