Færsluflokkur: Bloggar
30.9.2006 | 23:49
Ekki illt í höfðinu....Ég er með HAUSVERK
jæja vegna áfallana í gær hugsaði ég nú lítið um matarræðið´og enn minna um að ég þyrfti að vera dugleg að drekka vatn svo að ég áti nú ekki von á miklu þegar að ég steig á viktina í morgun en annað kom nú í ljós eða heil 200 gr í viðbót niður, ég er bara himinlifandi yfir því.
annars er ég bara búin að taka daginn mjög rólega, ég var aðeins stirð í hálsinum í morgun en það jafnaði sig mjög fljótt en það sem verra er, er að ég er búin að vera með höfuðverk í allan dag, ég ætla nú að vona að það fari nú að ganga yfir líka.
ekki fékk ég góðar fréttir frá englandi í dag hmmm hún Anna Ruth sendi mér mail í dag til að segja mér að það væru einhver vandræði með einhverjar bólusetningar hjá Bluberry og hún hafi nú reynt að ná í yfirdýralækni á fimmtudaginn en hann ekki við og hringdi greinilega of seint á föstudaginn því það var búið að loka ég ætla að vona að hægt verði að redda þessu strax á mánudaginn en hún átti með réttu að vera búin að ganga frá þessu öllu á föstudaginn og faxa þá pappírana til Landbúnaðarráðuneytisins (vá hvað þetta er langt orð) en já það verður bara að bíða og sjá á mánudaginn hversu liðlegur hann Þorvaldur er (ekki það að ég eigi von á því að hann verði það eitthvað núna frekar en venjulega) hann er nefnilega yfirleitt mjög grumpy.
En já ég gleymdi nú að minnast á það að í gær hitti ég konu sem er nýlega búin að flytja inn síðhærðann hund sem er kanski ekki í frásögu færandi nema búið var að klippa þvert á feldinn hist og her (greinilega einhverjir hnútar sem hafa bara einfaldlega verið klipptir í burtu) og nota bene það tekur c.a ár fyrir hundinn að fá feldinn aftur síðann,flottann og sýningarhæfann... nú hundurinn kom víst ógeðslega skítugur og angandi hlandlykt af honum og hvítir fæturnir voru hlandgulir.....úfff þetta gerir það að verkum að maður fær bara hnút í magann. sú sem rekur þessa stöð gaf sig út fyrir það að vera opna nýja og BETRI einangrunarstöð og lofaði feldhirðu á meðan að á dvöl stæði og tala nú ekki um að maður átti nú að geta heimsótt dýrin sín ,,,,en nei nú er hún í einokunaraðstöðu, hækkar verðið bara upp úr öllu valdi (jú vegna þjónustunnar meðal annars sagði hún) og klippir á þjónustuna bara eins og henni dettur í hug. Nei hvenær er komið nóg ,,hvenær verður gert eitthvað í þessum málum,,,spyr sa´sem ekki veit en ég veit það þó að það er ekki hlustað á þetta upp í landbúnaðarráðuneyti og hvar á maður þá að kvarta????
Takk stelpur fyrir að bjóða ykkur fram í Áfallhjálpina,,hver veit nema að ég þyggi það einhvern daginn ef að þetta heldur áfram á þennan veginn.......... eitt áfall á dag er full mikið fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2006 | 22:10
Áfallahjálp,,,,,hver veitir svoleiðis hjálp????
þetta er nú búið að vera meiri dagurinn, hann byrjaði að vísu mjög vel, ég ákvað í gærmorgun að byrja að taka mig á í mataræðinu og taka út allan sykur og já bara sem mest kolvetni. í gær var því uppistaðan hjá mér AB mjólk, skyr.is og harðfiskur. dagurinn var frekar erfiður, ég var sísvöng en verðlaunin komu í morgun 600 gr niður........ já ok þetta er nú sennilegast bara vatn sem er að renna svona fyrst en halló þetta er eitthvað sem sparkar manni áfram
Sævar kom svo með mér til dýralæknissins í dag, ég fór með 4 dýr í sprautu og svo fór ég með kastaníu í röntgen af því að hún hefur verið svo slæm í afturfótunum sínum, eiginlega bara eins og belja á svelli,,fæturnir renna til hliðar og hún hefur átt erfitt með að labba. það kom eitthvað út úr þessum röntgenmyndum en Dagmar var samt kki alveg klár á því hvað hún læsi úr þessu svo að hún ætlar að fá álit hjá Hönnu dýralækni þegar að hún kemur eftir helgi. þetta gæti sem sagt verið einhver kölkun og byrjun á gigt eða brjósklosi,, kanski eitthvað sem má rekja til þess er hún datt ofan af 3ju hæð þegar að hún var 6 mánaða. hún var sett á sterakúr og svo á að sjá bara aðeins til, en allavegan þá labbaði ég 42.000 krónum fátækari út frá dýralækninum og hélt svei mér þá að ég þyrfti áfallahjálp.
við fórum svo að ná í fóður upp í grafarvog og ekki vildi betur til en svo að þegar að við vorum á leiðinni heim aftur,, vorum við stopp á ljósum þegar að það kemur þessi svaka dodge og keyrir aftan á okkur, það var sko ekki lítið höggið þrátt fyrir að við værum stopp. bíllinn okkar er stórskemmdur að aftan og ekki hægt að opna hlerann ég ´for svo seinnipartinn að fá svo mikinn höfuðverk og pílur niður í hendi og bak að ég ákvað að fara niður á slysó,,,þó það væri ekki nema til að hafa þetta til á skrá ef að þetta verður eitthvað meira en sennilegast er þetta nú bara hálstognun sem jafnar sig á einhverjum dögum. eftir þetta áfall var ég eiginlega orðin enn vissari í minni sök, NÚ þyrfti ég áfallahjálp hahahahahaha
jæja ég læt þetta duga í bili og fara að horfa á sjónvarp, eða gera eithvað gáfulegra kanski eins og að lesa hmmmmmm hver veit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2006 | 23:08
liggur mikið á hjarta núna hehehe
jæja þá er helgin liðin. ég var að vinna smá umhelgina bæði á föstudagskvöld og laugardagskvöld og svo er ég buin að vera með kisurnar í Garðheimum bæði laugardag og sunnudag frá kl 11:30- 17:00 þannig að helgin var soldið strembin en voða gaman samt að fara svona og sýna kisurnar sínar. það kom alveg fullt af fólki og auðvitað voru kisurnar í aðalhlutverki þarna. Didde var sko ekkert ánægður með þetta brölt á okkur en auðvitað lét Droopy þetta ekki hagga sínu jafnaðar geði . mikið svakalega fer það í taugarnar á mér þegar að fólk gengur að búrinu hjá manni og segir OJJJ hvað þetta eru ljótir kettir eða hvaaa það mætti bara halda að hann hafi hlaupið á kyrrstæðan bíl....... getur fólk ekki haldið svona leiðinda kommentum bara fyrir sjálfan sig... ekki labba ég að fólki og segi ojj hvað krakkinn þinn er ljótur .......ok kisurnar mínar eru ekki börnin mín en mér þykir vænt um kisurnar mínar og mér finnst rosalega leiðinlegt að heyra svona um þau, mér finnst þau bara fallegust sko, já ég myndi aldrei segja svona við t.d hunda eiganda eða bara láta fólk heyra það að mér finnist það í ljótum fötum eða eitthvað. Auðvitað var fólk mishrifið af kattartegundunum sem kynntar voru og ég skil það vel enda var það nú ekki oft sem maður heyrði svona leiðindar komment hitt var í miklum meirihluta að sem sagt fólki sem annaðhvort þótti þeir fallegir eða sagði bara ekki neitt
Í gærkvöldi tók ég lokaákvörðun með kynjakattasýninguna og bætti kettlingunum við þannig að lokaniðurstaðan er að ég fer með heilann her katt með mér,,, eða 7 stykki þannig að það verður eitthvað að gera í að baða á föstudeginum úffff og ég ætla nú bara rétt að vona að Sævar verði heima þessa helgina og geti hjálpað mér að koma þessum greyjum til dómara svo að þau fái nú dóm hehehehe
Litla ömmuprinsessan er alltaf jafn vær og góð, hún bara drekkur og sefur, hún er reyndar farin að vaka pínulítið meira eftir gjöf og svona, aðeins að skoða sig um æji hún er svo mikið krútt..
Ég vaknaði kl 7:30 í morgun við það að ég er komin með þessa helv.... blöðrubólgu eina ferðina enn svo að ég fór nú ekkert að sofa aftur, svo kom unglingurinn minn grátandi og vildi alls ekki fara í skólann, sagði að henni liði svo illa þar og hún vildi ekki vera þarna lengur svo úr varð að ég hafði samband við námsráðgjafann í skólanum til að reyna að finna einhverja lausn á þessu en þetta er bara nákvæmlega það sama og gekk á í fyrravetur, s.s einhverjar 2 stelpur sem ekki geta séð hana í frið. ég veit svo sem ekki alveg hvernig við snúum okkur í þessu en hún ætlar að gefa þessu einn sénsinn enn en annars verður það ekkert nema að hún fái þá að fara aftur í gamla skólann sinn , þrátt fyrir að það þýði að hún þurfi lengra ferðalag á hverjum morgni ,en við sjáum nú bara til hvernig þetta fer allt saman.
já það er soldið skrítið hvað börn geta verið grimm, þetta einelti er alveg hræðilegt, mig langaði mest að fara að gráta með stelpunni minni á fundinum í dag. Æji já þetta er alveg ferlega erfitt mál og maður veit ekki hvort að maður er að gera rétt og þá alveg sama hvort maður er að tala um flutning í gamla skólann ,,er það uppgjöf og er maður þá að gefa þau skilaboð að þessar stelpur hafi unnið? eða er maður að gera rétt méð að láta selpuna þrauka áfram,,,er ég að gera henni eitthvað gott? er ég að brjóta hana bara enn meira niður æji þetta hringsnýst bara í kollinum á mér svo að ég held að ég hugsi þetta bara á næstu dögum,, get vonandi talað betur um þetta við sævar í vikunni en hann er núna fyrir norðan og kemur vonandi heim í vikunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2006 | 19:38
Baðdagurinn
jææja þá er maður svona aðeins að byrja undirúning að sýningunni og Garðheimakynningunni, ég baðaði þau Droopy og Didde í dag og ég held að ég láti það bara nægja þar til farið verður að sýningarbaða en það eru nú reyndar alveg 3 vikur í kyjakattasýninguna en Garðheimar eru núna um helgina. ég tek sem sagt með mér þau sem ég baðaði í dag og kanski ég taki einn kettling líka,,,það er jú alltaf voða gaman að skoða kettlinga.
Ömmu stelpan mín hefur verið nefnd og fær hún hún nafnið Alexandra Nótt, falleg stúlka og fallegt nafn hún er alltaf jafn róleg og góð, hún bara drekkur og sefur þess á milli,, sefur alla nóttina............. ennþá hún er auðvitað bara æðislegust.
Það er nú svolítil viðbrigði að vera komin með svona lítið kríli á heimilið, þó að það hafi auðvitað lítil sem engin áhrif á mig þannig,,, nema ég vilji það sjálf auðvitað og það vil ég sko alveg, ég vil endilega fá að taka eins mikinn þátt í þessu öllu saman og ég bara má.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2006 | 12:40
Á bleiku skýi
þá er litla ömmuprinsessan mín orðin 3ja daga og maður er eiginlega bara ennþá á bleiku skýi. hún er svo yndisleg í alla staði að það er bara ekki annað hægt það hefur allt gengið vel og stelpan er rosalega vær og góð, svolítið löt þannig að mamman þarf að vera dugleg að minna hana á að drekka hún er auðvitað bara fallegust og verður bara fallegri með hverjum deginum sem líður,,hvernig sem það er nú hægt
annars hafa undanfarnir dagar verið nokkuð rólegir en auðvitað verið nokkuð um gestagang þannig að maður hefur verið mjög lítið í tölvunni. nú fara í hönd nokkuð annasamir dagar þar sem það er kisu kynning í Garðheimum næstu helgi og ætla ég að vera þar með 2-3 ketti þannig að ég þarf að reyna að baða eitthvað núna í vikunni og svo hálfum mánuði seinna verður hin eiginlega kattasýning,,,,,,ef það næst að smala nægjanlega mörgum köttum það er að segja, en það er vist ekki orðið alveg ljóst ennþá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2006 | 22:35
Amma,,,já loksins orðin amma
og ég bara trúi þessu varla.
Hanna fór aftur í mónitorinn í morgun og það var bara ekkert að ske nema þá bara að vatnið lak í stríðum straumum svo það var ákveðið að setja hana af stað um kl 12. það þurfti að tékka svona aðeins á stöðunni og hei,,, hún var þá þegar komin með 5 í útvíkkun og það algerlega verkjalaust,,,,geri aðrir betur. þá var drippið tengt við hana og leið og beið og loksins komu einhverjur verkir sem voru víst þó ekkert verri en bara túrverkir. næst þegar að það var tékkað var útvíkkun orðin 8 og enn voru engir sárir verkir, en nú fór þetta líka að gerast og verkirnir urðu mjög kröftugir,,, rembingur í klukkutíma og wolla prinsessan kom í heiminn kl 16:29. Hún Hanna mín stendur sko sannarlega uppi sem hetja eftir daginn í dag og engin orð fá því líst hversu stolt ég er af henni og litlu prinsessunni sem mér finnst ég nú eiga soldið mikið í eftir þennan dag. Helgi stóð sig líka eins og hetja, studdi konuna sína svo algerlega og nú eru þau bara að reyna að hvíla sig í Hreiðrinu og koma svo heim á morgun
Elsku Hanna Helgi og litla ömmuprinsessa til hamingju með daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2006 | 23:41
hmmm amma á morgun?
jæja þá fer þetta nú allt að gerast. Hanna missti vatnið í dag um 2 leitið og er hún búin að fara 2x niður á deild í mónitorinn en hún hefur ekki verið með neina samdrætti eða verki að ráði þannig að ef að ekkert skeður í nótt eða í fyrra málið þá fær hún dripp eftir hádegi til að koma þessu almennilega af stað.
Þannig að ég verð kanski Amma á morgun :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2006 | 12:02
Magnavökunótt
jæja þá er maður loksins vaknaður eftir eina vökunóttina enn. ég vildi nú svo sem alveg að ég hefði verið að vaka í nótt ef öðrum ástæðum en við þessu er ekkert að gera, þetta var sem sagt Magnavöku nótt. mér finnst Magni standa uppi sem sigurvegari eftir þennan síðasta þátt, ég hefði sko aldrei getað hugsað mér það þannig að hann færi sem forsöngvari fyrir þessa hljómsveit,,, nei hann er of góður fyrir það og ég held að það hefði alls ekki hentað honum sem fjölskyldu manni. Hann á örugglega eftir að gera marga góðahluti enda skilst manni að hann sé búinn að fá þó nokkur tilboð og nú er það alfarið í hans verkahring að vinna sem best úr því fyrir sjálfan sig. Það hefur líka sýnt sig að þeir sem vinna þessar keppnir eins og Idol og svona að það eru sko ekki alltaf sigurvegararnir sem standa upp úr þegar að lengra er litið, oftar en ekki eru það þeir sem að lenda í 2-4 sæti sem fólk man eftir, fólkið sem getur valið hvað það gerir eftir keppni og er ekki samningsbundið neinstaðar.
Já auðvitað hefði ég viljað að vökunóttin hefði verið vegna fæðingar barnabarnsins en ég fæ víst ekki við allt ráðið hehehe. prinsessan okkar er sko örugglega að venja okkur bara við þá staðreynd að það sé hún sem ráði og komi til með að ráða,,,ekki ráð nema í tíma sé tekið. Hún er nú reyndar ekki gengin nema 3 daga fram yfir þannig vel getur verið að við þurfum að bíða alveg í 11 daga í viðbót en guð minn góður það verða þá líka langir 11 dagar, við erum öll orðin svo hrikalega óþolinmóð,,, nei við skulum nú vona að það fari eitthvað að ske núna á næstu sólarhringum.
Jæja það er líka farið að líða að kattarsýningu,,ef að af henni verður. Það er greinilegt að fólk er ekki með mikinn áhuga fyrst að það þarf orðið að "smala" á hverja sýninguna á fætur annari, við þurfum 140-150 dýr til að sýningin borgi sig en síðast þegar að ég vissi vantaði ennþá 40-50 dýr og þó búið að framlengja frestinn. Ég ætla nú að vona að þetta náist nú fyrir rest,, það hefur nú alltaf gert það eftir að búið er að smala saman. Mér finnst þetta svo gaman að þessar sýningar skipta mig máli, t.d bara til að hitta aðra kattaeigegndur og ræktendur, þá hittir maður alltaf fólk sem er álíka skrítið og maður sjálfur og með sama áhugamál hehehehe. svo fer að styttast í að nýji fressinn komi til landsins ,,úff ekki nema rétt rúmar 3 vikur en þá taka líka við 4 langar vikur í einangrun en maður hefur svo sem gengið í gegnum það nokkrum sinnum áður, Pim var meira að segja í 6 vikur þegar að hann kom til landsins og það leið hahaha svo að þetta hlýtur að líða líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 12:29
I just call, to say,,,,,,,,,,,,
Ég er ekki orðin amma hahahahaha
ooo nei hún ætlar sko að láta bíða eftir sér litla daman og allir orðnir mjög óþreyjufullir. Hannsa Panns er rosalega dugleg að fara út að ganga, í heitt bað, ryksuga skúra og já guð má vita hvað en allt án árangurs, ég held að daman sé bara að reyna að segja okkur það að við ráðum bara nákvæmlega engu,,,,það er hún sem ræður og enginn annar, hún kemur þegar að það hentar henni. vonandi bara að þetta sé ekki vísun í það sem verður hahahahaha þó að það komi mér nú ekkert á óvart þó að það verði þannig að hún stjórni öllum ömmum, öfum, frænkum og frændum og já bara þeim sem henni dettur í hug.
Nú er líka byrjað þetta símavesen hahahha sem maður vissi svo sem að yrði ef hún gengi fram yfir, fullt af fólki að hringja og forvitnast hvernig gangi og minna mann á að gleyma ekki að láta vita þegar prinsessunni þóknast að koma hehehe já það verður sko alveg örugglega nóg talað í símann þegar að þetta er búið,, maður verðu bara að vera duglegur að skipta um eyra svo að annað eyrað verði ekki bara flatt eftir símtól og nokkrum númerum of stórt hahahaha.
en ég kem alveg pottþétt með að koma með það hingað inn þegar að hún er búin og auðvitað myndir
en þið sem eruð að kíkja hingað inn megið nú alveg skella inn einni eða tveim línum í gestabók eða komment svo að maður viti af ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2006 | 23:12
enn er beðið...
Mamma og pabbi komu í kaffi til okkar í gær ásamt Guðbjörgu og strákunum og stoppuðu þau bara nokkuð lengi, æji það var gaman að fá þau í heimsókn, það er nú ekki það oft sem þau láta sjá sig. Ekki það að ég sé eitthvað duglegri að heimsækja þau hmmmmm nei það er sko langt frá því, að vísu er ég ekki dugleg að heimsækja einn né neinn eða dugleg að vera í sambandi yfirhöfuð . Undanfarnar vikur hef ég verið mjög þung og hef varla hreyft mig út úr húsi nema bara rétt til að versla og er sko alveg tími kominn á að gera eitthvað í þeim málum.
ég hef ekkert heyrt frá Ingu Hönnu síðan um verslunarmannahelgi svo að ég ákvað að bjalla aðeins í hana í dag og auðvitað hélt hún að ég væri að hringja til að segja henni að eitthað væri búið að ske hahahaha en nei nei litla ömmuprinsessa lætur sko bíða eftir sér þannig að ég hafði auðvitað engar svoleiðis fréttir fyrir hana systur mína en hún ákavað að kíkja aðeins við hjá okkur í dag, hún borðaði hérna með okkur en var svo að fara á næturvakt.
jæja annars er lítið að fréttasvona annars nema auðvitað er það frétta efni að einkasonurinn er enn að vinna í Vífilfell og líkar bara rosalega vel að eigin sögn og það er jú góðs viti. Elísabet gengur bara nokkuð vel í skólanum og ákvað í síðustu viku að byrja aftur í körfuboltanum og ég er rosalega ánægð með það því hún þarf sko alveg á þessari hreyfingu að halda, svo er bara vonandi að áhuginn endist hjá dömunni.
æji langar að skella hérna inn mynd af frumburðinum mínum, hér er hún gengin 39 vikur með frumburðinn sinn :)
þar til næst......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)