Færsluflokkur: Bloggar

við bíðum bara og bíðum

Tiffany

Jæja enn sitjum við og bíðum eftir því að litlu ömmuprinsessunni þóknist að koma í heiminn,, henni líður greinilega bara rosalega vel í mömmubumbu og er sko ekkert að flýta sér út í þennan kalda og grimma heim Ullandi

litla læðan hennar Spessý hún Tiffaný er enn hérna hjá okkur og verður það þar til hún verður seld,, hún er bara svo frábær karakter og ein sú kelnasta sem við höfum verið með lengi svo að það verður erfitt að láta hana frá sér, enda komin fyrirspurn frá heimilismeðlimum hvort að það sé ekki bara hægt að eiga hana áfram hahahaha ef hún fer ekki að seljast bráðlega endar það nú örugglega þannig að hún fær ekkert að fara hahahahaha en svo held ég að ég láti líka litla strákinn hennar furu fyrst að það kemur nýr fress svona fljótt en hann kemur í einangrun í byrjun oktober ,,það er allt  rosalega spennandi :) Vicktoría , litlan hennar Candý virðist ætla að þróast mjög vel og er staðan enn þannig að henni verður haldið en hún er sko ekkiminn æðisleg en hin 2. hinn strákurinn hennar Furu (Ceasar) fer á sitt nýja heimili í dag, það verður sko söknuður því þeir bræður eru svo  æðislegir og svo eru þeir líka svo góðir vinir, helst hefði ég viljað að þeir fengju að fara saman á heimili þannig að ekki þyrfti að skilja þá að,,,en maður getur víst litlu ráðið í þessum aðstæðum.

hér er mynd af Tiffaný og mynd af stráknum hennar Furu er í kisu albúminu og einnig af henni litlu Victoríu.


Magni alla leið

já hér var sko vakað langt frameftir á þriðjudagskvöldið og kosið. Í gær var svo passað upp á að kíkja ekki á neina spoilera eða inn á nokkra síðu sem gæti eyðilagt spenninginn fyrir kvöldinu en það hafði nefnilega gerst í síðustu viku :( já spennan var gífurleg hérna í gærkvöldi og þegar að Brook sagði nafnið hans þá varð maður ferlega vonsvikin eitt sekúndubrot en HALLÓ nafnið hans var bara nefnt til að segja honum að hann gæti sest niður aftur því að hann væri save,,,úfff spennufallið. Við vorum þvílíkt ánægð öll hérna , já þá er Magni kominn alla leið í lokaþáttinn sem er sko ekkert nema bara frábær árangur. Nú er bara að bíða eftir næsta,,,,,, ekki það að ég hef svo sem ekki mikla trú á að Magni vinni þetta en þetta gefur honum bara svo mikla möguleika, það er auðvitað miklu betra að vinna ekki og vera ekki samningsbundinn við einn né neinn og geta bara valið úr þeim tilboðum sem að hann fær, það sem hann telur vera best fyrir sig.

Annars er allt búið að vera bara í rólegheitunum hérna hjá okkur, ég fór í bíó með Hönnu og Helga á sunnudagskvöldið að sjá myndina United 93 og var hún bara nokkuð góð. svo er bara verið að bíða eftir að litla barninu þóknist að koma í heiminn :) en settur dagur er nú reyndar ekki fyrr en á mánudaginn svo að við verðum nú að vera aðeins róleg he he þó að það geti nú stundum verið soldið erfitt fyrir svona strax fólk.

Lítil Hetja sem ég hef fylgst svo mikið með í marga mánuði berjast fyrir lífi sínu, lést  í gær. ég þekki hana ekki neitt og ekki hennar fólk en mamman hefur verið svo dugleg að blogga og lofa öllum að fylgjast svo vel með litlu hetjunni sinni í sorg og í gleði, hún hefur kennt manni svo margt með skrifum sínum og hugrenningum að maður stendur uppi sem betri manneskja bara fyrir það eitt að hafa fengið að fylgjast með og kann betur að meta það sem maður á, 3 heilbrigð og stálpuð börn, það eru sko ekki allir jafn heppnir. Hvíl í friði elsku Bryndís Eva.


Til hamingju með daginn......

Kristofer messar

Kristófer fannar :)  já hann er orðinn 15 strákurinn og stór eftir því. Við familien fórum í kaffiboð suður í sandgerði í dag til að heiðra unglinginn.

það hefur nú reyndar allt verið með kyrrum kjörum hjá okkur undanfarna daga ,,,,,kanski sem betur fer og tími til kominn.

Gabríel átti að byrja að vinna í Vífilfell á miðvikudaginn en mætti ekki, bar fyrir sig að hann væri veikur,,,þá var mér eiginlega allri lokið, að hann skyldi bara yfir höfuð voga sér að gera þetta eftir að maður er búinn að gera allt sem maður getur gert til að hjálpa honum með að finna sér vinnu  en Maggi hringdi í hann um kvöldið og fékk hann til að lofa sér því að hann myndi nú mæta á fimmtudeginum sem hann og gerði og hefur hann mætt þessa 3 daga óaðfinnanlega og líka staðið sig vel að mér skilst, fjúff loksins....7,9,13

Síðastliðinn föstudag fórum við Sævar í jarðaförina hjá Rúnari heitnum, pabba hennar Guðrúnar vinkonu, mikið svakalega var þetta nú falleg athöfn.

það er ennþá allt með kyrrum kjörum hjá Hönnu nema bara að hún er orðin þreytt greyjið og ég held nú reyndar að Helgi sé alveg að fara yfir um af spenning og vill endilega fara að gera eitthvað til að reyna að flýta fyrir því að barnið komi í heiminn, en það eru nú alveg 2 vikur ennþá í settan dag :)

María kemur líka heim á morgun frá kanaríeyjum eftir 3ja mánaða vinnu þar sem fararstjóri og verður hún sko ekki ósátt við að barnið hafi allavegana beðið eftir henni :) hlökkum til að sjá þig María!!!

læt þetta nægja í bili

adios my friends


Hann á afmæli í dag,, hann á afmæli í dag... hann á afm.....

Gabríel Þór

Já í dag eru 17 ár síðan að litli strákurinn minn fæddist :) Til hamingju með daginn elsku strákurinn minn.

Við erum því búin að vera í dag að undirbúa smá afmæliskaffi,, Gabríel og Elísabet voru heima að taka smá til og svona á meðan að við Hanna fórum í kringluna til að finna afmælisgjöf og það gekk bara bærilega,, fengum handa honum buxur og skó og Hanna keypti handa honum bol. í kvöld kom svo fólkið okkar í kaffi og eru þau bara ný farin. Maggi hringdi í strákinn í dag og bauð honum að koma í vinnuprufu á morgun. ohhh hvað ég ætla að vona að hann standi sig þar, þetta er nú ekki búið að vera lítið vesen að koma honum í að gera eitthvað.

Í gær fórum við Hanna í kaffi til Guðrúnar í vogunum en komum við í Garðheimum og keyptum þennan svakalega fína blómvönd handa henni, en hún var að missa pabba sinn á föstudaginn, svo kom Sævar bara beint til hennar úr vinnunni. Við borðuðum Pissu hjá þeim en fórum svo heim bara upp úr 9 um kvöldið.

það er allt að skríða saman með nýja fressinn og kemur hann sennilega til landsins í byrjun oktober og þá heim í byrjun november,,ég hlakka mikið til :))

þar til næst

Adios

 


menningardagur

já menningardagur væri mun réttara að nefna gærdaginn þar sem allt sem heitir menningarviðburðir fóru fram í gærdag og jú eitthvað fram á kvöld en nóttin telst nú seint til menningar, ómenningarnótt hefði verið rétt nefni á nóttinni.

Ég var semsagt niður í bæ með Hönnu og Sævari á menningar degi og röltum við um og skoðuðum sitt lítið af hverju enda var viðburðum dreift um allan bæ.Við vorum nú alveg sammála um að það hafi alveg vantað stórtónleika rásar tvö sem hafa undanfarin ár verið á hafnarbakkanum og flugeldasýningin sem setti svo endapunktinn á þetta allt saman átti víst að vera sú flottasta hingað til ,,,en ég held að ég hafi nú séð þær tilkomumeiri en þetta.... Okkur gekk mjög vel að koma okkur heim enda bílnum lagt upp við Hlemm þannig að mesti tíminnn fór jú bara í að koma okkur að bílnum.


Gleðiganga og menningarnótt

mikill mannfjöldi á gaypride

ég fór ásamt Hönnu Björg og Sævari í gaypride gleðigönguna á síðastliðinn laugardag og vá maður hvað það var mikið af fólki, en þetta var voða gaman og margir alveg svakalega flottir búningar.Annars hefur vikan verið fremur róleg og maður ekki gert mikið, ég var reynadar að vinna niður í fröken um síðustu helgi og var það alveg ágætt svona þegar að maður er bara að taka eina og eina vakt en ekki svona alveg fast.

Við Stefanía erum búnar að vera á fullu í að skoða fressa til að flytja inn og erum sennilega búnar að finna einn rosa flottann sem við erum að reyna að pressa í gegn um næsta holl í einangrunarstöðinni en það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort að það tekst. Stefanía kom í gærkvöldi með læðuna mína úr Spessíar goti og er hún að aðlagast bara nokkuð vel, það var auðvitað soldið hvæs og svona í gærkvöldi en þetta er allt að koma og hún er farin að leika aðeins við litlu strákana. Annars á ég ekki von á því að halda henni heldur er ég að spá í að selja hana bara þar sem ég vil endilega halda litlu Victoríu, en þetta kemur allt í ljós :)

svo er það menningarnótt á morgun hmmm , Sævar er alveg búinn að gefa það út að hann ætli ekki að fara með mér niður í bæ þannig að ég er að spá í að "hanga " með Hönnu bara á morgun :))

þar til næst

adios


allt í rólegheitunum

það er nú allt búið að vera bara rólegt hérna undanfarna daga. Sævar búinn að vera í fríi og hefur farið eitthvað að veiða og svona, Hanna Björg komin í fæðingarorlof og er þar af leiðandi meira heima. Hún er búin að vera að dunda sér við að þvo og strauja barnafötin,, rosalega dugleg Brosandi

Ég er búin að vera að dunda mér við að uppfæra heimasíðuna okkar www.fjalldrapa.com , setja inn nýjar myndir af kettlingunum, enda kominn tími til og svo fór ég í að sækja um fullt af vinnu fyrir strákinn og ég ætla bara að vona að það komi eitthvað jákvætt út úr því, en ekki nennir hann að gera neitt í þessum málum sjálfur.

Ég er nú svona að spá í að fara rífa mig upp og fara að gera eitthvað, Vallý hringdi í mig í morgun og var að reka aðeins á eftir mér í að koma með sér í ræktina og ég er að spá í að gera það bara eftir helgi,, það þýðir ekki að hanga bara svona allan daginn og gera ekki neitt nema bara éta á sig gat.


komin heim aftur :)

Djúpavatn

Jæja þá er enn ein verslunarmannahelgin enn liðin og við komin heim frá Djúpavatni. Þetta var alveg hreint bara fín helgi og ég held bara að öllum hafi liðið bara ágætlega. Það var mikið reynt að veiða en það kom nú bara lítið sem ekkert á land nema einn 4 punda regnbogasilungur sem Sævar fékk strax á fyrsta kvöldi svo komu 3 pundarar,1 bleikja og 2 urriðar,,og allir þessir ætu komu í hlut okkar fjölskyldu en auðvitað komu svo einhverjir tugir titta sem eru kanski 100-200gr og varð að drepa eitthvað af þeim vegna þess að þeir höfðu alveg kokgleypt maðkinn en svo voru það einhverjir sem fengu líf. Ég fór út með flugustöngina hennar mömmu og pabbi kenndi mér að kasta, það gekk líka bara svona ljómandi vel. Það var mikið minna spilað en undanfarin ár og enn minna drukkið og ekki fannst mér það verra.

Ég ætla að setja inn hérna einhverjar myndir svo að María geti nú séð hvað það var gaman hjá okkur ,,,,Óli kom aðeins í heimsókn á laugardeginum og þá var tekin smá mynda syrpa af honum þar sem að hann vildi nú endilega pósa fyrir myndavélina hahahahaha


Þá er loksins komin verslunarmannahelgi

já og það hefur nú ýmislegt gengið á í vikunni. Við Sævar fórum og keyptum vagn fyrir litla barnabarnið á þriðjudaginn og auðvitað var verslað eitt og annað fyrir veiðiferðina sem við erum á leiðinni í núna um helgina  svo hefur vikan svona einkennst af spenning fyrir helginni, það er svo fyndið að þetta er í 11 sinn sem við förum í fjölskyldan förum í Djúpavatn um versunarmannahelgina og það er alltaf jafn mikil spenna.... það er alltaf eins og það séu að koma jól. Meira að segja kom týndi sonurinn heim á miðvikudagskvöldið og hefur ekki komið annað til greina hjá honum en að fara á Djúpavatn,,,hann hefur ekki einu sinni minnst á að strákarnir séu að fara á einhverja útihátíð eða eitthvað þaðan af verra og langi til að fara með.

en allavegana þá erum við að leggja í hann í þessum töluðu orðum svo ég verð að hætta svo að ég verði nú ekki skilin eftir heheheheh


Helgin liðin og beðið eftir næstu

Á föstudaginn fór strákurinn út af heimilinu, hversu lengi hann verður að heiman er ómögulegt að segja en við komumst að því að hann er búinn að rúa okkur inn að skinni,,hann er búinn að stela frá okkur þeim evrum sem að við komum með heim frá Spáni ásamt því að fara með d´dosaupptakarann á baukinn okkar og tæma hann næstum því,,þá fengum við nóg, ég ætla ekki að þurfa að vera hér heima öllum stundum eingöngu til að passa upp á það að öllu verðmætu verði stolið. Þetta var auðvitað erfitt en hvað á maður að gera þegar barnið hagar sér svona, hann vill ekkert annað en að vera með þessum hasshausum, ekki nennir hann að vinna eða reyna að gera eitthvað uppbyggjandi í lífinu.

 Við skruppum í kaffi til Helgu Dóru og voru þau hjónin á leið í sumarbústaðinn yfir helgina og buðu okkur með, það var mjög gaman og svo fengum við líka svo gott veður og ekki spillti það. Á laugardeginum var sól og rétt um 20°c, það gerist nú ekki mikið betra en það á Íslandi. Við spjölluðum auðvitað alveg heilmikið og kom sú uppástunga að þau ásamt hinum systrum Sævars kæmu líka til Benedorm á næsta ári á sama tíma og við,, ef að af því verður þá fer þetta nú að nálgast heilann her sem fer saman á næsta ári,,eða náum að hálf fylla þotuna hahahahahaha.

Ég talaði við Elísabet á laugardagskvöldið og var hún þá komin með svo mikla heimþrá að við ákváðum að hún kæmi bara með rútunni heim næsta dag þannig að við keyrðum bara beint úr Svínakoti og niður á BSÍ og náðum í hana,, það var ferlega skrítið fannst mér að koma þarna inn, maður hefur ekki komið þarna í mörg mörg ár og ég einhvernvegin var búin að ýminda mér að það væri miklu sóðalegra þarna og jafnvel að maður sæi bara róna og svona óþjóða lýð en það var bara allt annað upp á teningnum því að þetta var allt saman mjög snyrtilegt og öllum til sóma.

Nú eru ekki nema nokkrir dagar í verslunarmannhelgina og auðvitað er maður farinn að spá helling í það hvernig veðrið kemur til með að vera,,eftir því sem mér sýnist þá segir langtímaspáin að það verði fínt hérna fyrir sunnan, eða já allavegana besta veðrið svo nú er bara að leggjast á bæn og vona það besta

Hanna Björg og Helgi eru núna heima hjá foreldrum hans að passa húsið og Elísabet er hjá Tönju þannig að við hjónakornin eru bara ein heima aldrei þessu vant og finnst það eiginlega bara soldið skrítið,, það er mjög sjaldan sem það skeður en þó oftar og oftar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband