Færsluflokkur: Bloggar
14.5.2008 | 09:54
smá myndablogg
jæja gott fólk loksins gefur maður sér tíma í smá blogg, það er nú ekki eins og maður sé búinn að sitja algerlega aðgerðarlaus hérna heima með 8 manns í heimili 14 kettlinga og svo auðvitað öll fullorðnu dýrin :) ooonei hér er sko nóg að gera, þrífa ,elda,klappa, klóra,kemba, leika og allt það hahahahaha.
við erum líka búin að fara til Guðbjargar sys til að halda áfram með grænmetisgarðinn okkar og þetta kemur bara nokkuð vel út held ég enda fengum við góða hjálp
þó að sumir fylgdust bara með af áhuga
Við fórum líka í vikunni og heimsóttum Villimey Gabríelsdóttir
Sævar Óli var frekar pirraður enda á fullu í tanntöku og slebbi slef er eiginlega viðurnefni hans þessa dagana
og svo hérna ein af Alexöndru Nótt þegar að hún var að fara frá ömmuömmu og afaafa
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur og kominn mikill sumarhugur í okkur hérna enda hefur veðrið alveg verið þannig undanfarna daga og bara vonandi að við fáum ekki eitthvað svona síðbúið hret eins og kemur jú svo oft.
kveð í bili :) hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 21:20
Nýji Maine Coon högninn kominn heim :)
Jæja þá er stundin loksins komin sem við höfum beðið svo lengi eftir, en nýji högninn okkar er loksins kominn heim efir 4 vikna einangrun í Hrísey.
Ég verð að segja frá því að ég er svo ánægð með þessa nýju einangrunarstöð eftir að hafa flutt inn í gegnum bæði gömlu Hríseyjarstöðina og svo Hafnirnar og svo núna þessa nýju í Hrísey þannig að ég hef sko alveg samanburðinn,,, öll samskipti við Kristinn í Hrísey hafa verið hin bestu og hef ég alltaf fengið svör við öllu sem ég hef viljað vita og regluleg update af stráknum mínum svo mér til mikillar furðu þá fékk ég vel útfyllta dvalarskýrslu líka, það var meira að segja tekið fram á henni hvenær var leikið við Inferno og svo auðvitað allt annað eins og vigtun 1x í viku og allt það. Og hvernig hann sjálfur kom út úr einangruninni var alveg einstakt hann var ekki hræddur við okkur og bara mjög kelinn og bara æðislegur í alla staði Ég vil bara nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur og það er sko alveg á hreinu hvert næsta kisa frá mér fer!!!
En hérna af okkur er bara allt fínt að frétta, við Sævar fórum norður í Skagafjörð á fimmtudaginn til Jóns og Siggu að sækja hann Inferno og við tókum Alexöndru með okkur. Við stoppuðum hjá þeim i 2 sólarhringa í sveitinni og fanns Alexöndru það bara hreint æðislegt,, að geta verið úti að leika sér að vild og fá að skoða öll dýrin já þetta vara auðvitað bara frábært fyrir hana, merkilegast fannst henni þó að kálfurinn skyldi fá að drekka úr pela hahaha
en svo fékk hún að hjálpa til með ýmislegt eins og að gefa rollunum
Og sækja eggin..
Þannig að það var nú ýmislegt brallað :)))
svo þegar að við ætluðum að halda heim á leið ákváðum við að koma við á króknum því auðvitað gleymum við ekki Dórunni okkar en þá hittum við hana bara óvænt á rúntinum og svo í Skagfirðingabúð þar sem hún bauð upp á Prins polo ;) en hún var mikið upptekin pæjan á leið í afmæli og svona þannig að við verðum bara vona að við hittum betur á næst hahahaha en við sendum sko okkar bestu baráttukveðjur á krókinn Dóra mín og ég hlakka til að heyra í þér,,,,,sem allra allra fyrst !!!!!!!
Nú þegar að við komum í bæjinn vorum við frekar mikið þreytt efetir þetta ferðalag en fórum nú samt til Guðbjargar sys í gær til að reyna að halda aðeins áfram með wanabe matjurtagarðinn okkar og þar var sko tekið á
en svo var grillað á eftir og allir sáttir með daginn held ég bara :) En í dag er maður heldur í slappara lagi , með harðsperrur um allan skrokk hahahahahaha greinilega ekki í neinni þjálfun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 10:23
Maine Coon kettlingar.
ég verð bara að setja þessa mynd hérna af maine coon ketlingunum sem eru orðnir 6 vikna.Það er sko ekki auðvelt að taka mynd af 9 kettlinga got og ætlast til að allir horfi fram hahahaha enda fór það svo að það sést bara í hluta af hópnum.
en finnst ykkur þau ekki æðisleg ?
Allt fínt að frétta héðan svona annars. Sitjum hérna á hverjum morgni og horfum á stubbana, allar myndirna svona 2-3x eða allt þar til að Alexandra fer að leggja sig :) maður kann þetta orðið vel utan að og barnið líka en hún skemmtir sér samt yfir þessu og vill bara meira og meira.
Núna held ég að langþráð vorið hljóti að vera komið, búið að vera hérna hátt í 10° í nokkra daga og svo er jú sumardagurinn fyrsi á morgun :) Maður er sko alveg búinn að fá yfir sig nóg af vetri í bili og kanski ekkert bara í bili,,, ég held að ég myndi nú bara ekkert gráta það þó að við fengjum aldrei meira að sjá snjó !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 23:07
kattaklórugerð :)
jæja þá er maður kominn aftur á bloggið hahah það var nú ekki svo langur tími núna ámilli blogga..... enda kanski mikið í gangi hjá manni þessa dagana með þetta stóra heimili. Við höfum farið tvisvar með stuttu millibili til Sandgerðis til að rétta smá hjálparhönd við kattaklóruna,, ekki að þess hafi þurft enda hann mágur minn þúsundþjalasmiður
Þetta gengur vel :)
já svo þarf að saga svolítið meira
hmmm er þetta ekki örugglega allt rétt???
og her er kattaklóran okkar tilbúin :)
svo er auðvitað búið að vera hellingur að gera með kisurnar og var ég í myndatökuleik í dag til að geta uppfært á heimasíðunni okkar og held ég að það hafi bara tekist bærilega. Ég er alltaf að verða hrignari og hrifnari af litlu skvísunum tveim sem ég ætla að halda eftir en hefði sko alveg verið til í að halda eftir fleirum en það er víst að verða ansi takmarkað pláss hérna á heimilinu fyrr tvífætlinga þannig að ég verð víst að takmarka mig við þær tvær hehehehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2008 | 00:31
betra seint en aldrei hehehehe
jiiii hvað ég hef sko ekki verið dugleg hérna á blogginu mínu enda svo sem alveg yfirdrifið nóg að gera á stóru heimili, bæði að reyna að halda heimilinu svona þokkalegu og svo auðvitað að hugsa um alla þessa fjórfættu unga mína. Það er svo gaman að þeim og þau rifna svoleiðis út núna og um að gera að njóta þeirra þennan stutta tíma sem að þau stoppa hjá okkur þó að þeta sé heljarinnar vinna. Dagurinn hjá mér byrjar nú yfirleitt á kassahreinsun og svo eru það börnin,,, þar þarf að gefa nyjan mat og hreinsa til og sótthreinsa, vigta og leika smá til að þau verði nú eins mannelsk og hægt er :o)) það er svolítið fyndið að ég ryksuga inn í gerðinu hjá þeim á hverjum degi og í byrjun voru þau svo dauðskelkuð úr hræðslu að þau reyndu að troða sére út um rimlana en núna eru þau farin að venjast þessu aðeins og þó að þeim sé nú alls ekki vel við ryksuguna þá þora þau alveg að hreifa sig á meðan ég er að, svo skúra ég yfir gólfið hjá þeim með sótthreinsandi og það finnst þeim nú ekki minna scary hahahah þá hvæsa þau og næsum hrækja á mig, þegar að ég svo sest inn hjá þeim til að handfjatla þau og svona þá er bara allt búið og bara svakalega gaman að vera til.
Nú svo var það gotið hennar Bínu þar rifna kettlingarnir heldur betur út ,, þau eru svo miklar bollur að maður er eiginlega hissa á að þau velti ekki bara um í bælinu hahahhaha þau eru nú orðin 3ja vikna, þetta líður alveg ótrúlega hratt. Bella eignaðist einn kettling þann 11 apríl en hann var því miður dáinn þannig að hún fékk fósturbarn, eina litla dömu frá Bínu og gengur það bara svona glimrandi vel.
Annars er allt fínt að frétta hérna frá okkur, litlu ömmubörnin mín eru spræk og alltaf brjálað "fjör" hérna með þau. hún Alexaandra mín er mjög orkumikil stelpa og er það eiginlega oftar en ekki að maður er bara þreyttur þegar að hún fer að sofa á kvöldin en auðvitað er hún sko bara yndislegust eins og litli bróðir hennar :) ég hefði eiginlega bara ekki trúað því hvað ég fæ mikið út úr því að vera amma og ég eiginlega hugsa til þess með hrillingi að þau eigi eftir að flytja bara frá mér einn góðan veðurdag. Ég held að ég sé bara svona svakalega háð þeim hahahahahaha spurning hvort að það sé til einhver meðferð við því hahahaha því auðvitað kemur að því að Hanna og Helgi fari og finni sér eigið húsnæði. Æji það er kanski eitthvað sem bara venst eins og allt annað, ég vona það allavega.
jæja ég er að spá í að fara að sofa núna enda verður víst nóg að gera á morgun, þá ætlum við að fara í Sandgerði til guðbjargar og Axels og halda áfram með kisuklóruna sem við (reyndar aðallega Axel hehehehe)erum að smíða því það duga víst engar venjulegar klórur fyrir þessa maien coon kisur :) það lætur allt undan þessum gentle giants :)
sí jú leiter
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá í þetta sinn, snjórinn kominn aftur og ég sem hélt að nú væri bara komið vor!!!! nei sko aldeilis ekki og maður er sko minntur á það með mjög reglulegu millibili hvar á þessari jarðkringlu maður býr. Það sem ég er búin að fá nóg af snjónum þennan veturinn Úffff en nóg um það maður verður víst að reyna að vera pínu jákvæðari í hugsun.
Ég er búin að fá fréttir af Inferno í einangruninni og þar gengur allt eins og í sögu og hann er búinn í þessum 2 testum hann þurfti og það kom allt saman flott út :))) Ég búin að borga allt sem viðkemur honum eins og einangrunina tolla og gjöld þannig að núna á ég hann með húð og hári :) og ekkert að gera nema að bíða eftir að fá hann heim :) hér gengur líka allt sinn vanagang með kettlingana þau stækka og dafna, annað gotið með minni aðstoð en hitt gotið sér mamman alfarið um sjálf sem er jú bara lúxus. Svo fer 3ja gotið að bætast við núna á næstunni,,, þetta verður nú meira fjörið, maður minn en svo er nú líka komin pása og það koma ekki fleiri MCO got fyrr en seint á árinu eða í byrjun næsta.
Heimilislífið gengur svona sinn vanagang, ég og Hanna erum heima með börnin og þá meina ég Heima hahahaha enda förum við sárasjaldan nokkuð út. Alexandran mín horfir á Stubbana hérna svona 3-5 x á hverjum morgni og hefur mikið gaman af og erum við allar orðnar gegnum sýrðar af stubba lögunum, enda kann hún þetta orðið utanbókar og talar með þeim hahahaha ætli það verði nokkuð langt í að Sævar litli fari að horfa á þetta líka :))
yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 01:37
Maine Coon fjölgun á heimilinu
Bína er loksins búin að gjóta og fékk hún 5 myndarleg börn, öll yfir 100 gr og skiptingin var 2 stelpur og 3 strákar. nokkuð gott það. nú er ég komin með svo mikið af kettlingum á heimilið að ég er búin að þurrka upp biðlistann og get sett inn á kynjakattasíðuna að það séu kettlingar á lausu en það er eitthvað sem ekki hefur skeð áður með MCO kettlinga,, það hefur alltaf verið biðlisti. En það er lika bara gaman að því og að fólk sjái þá að það er eitthvað að gerast í MCO ræktuninni hérna heima.
Inferno er auðvitað bara í sinni einangrun og mér skilst að hann sé bara rosalega ljúfur og góður kisi og það sem hann hefur svona til tilbreytingar er að sitja út í glugga á fangaklefanum sínum og horfa á rjúpurnar spígspora fyrir utan, ekki dónalegt útsýni það. ég hlakka mikið til að fá hann heim en það eru alveg rúmar 3 vikur í það ennþá.
Annars er lítið að frétta af okkur hérna heima nema kanski að ég hef verið frekar langt niðri undanfarið og veit ekki alveg hvernig ég á að rífa mig upp , geri mér fulla grein fyrir þessu öllu og reyni að halda andlitinu en sama er maður verður víst að reyna að gera eitthvað en þeir vita það sem hafa upplifað þetta að það er bara meira en að segja það,, kanski líður þetta bara hjá en þetta virkar líka svolítið á mig þannig að ég verð rosalega orkulaus svona fyrir utan félagsfælnina og allt það líka og er fegnust ef að ég þarf ekki að fara neitt og get verið bara hérna heima. Ég hef svo sem alveg nóg að gera hérna heima þar sem þetta er stórt heimili hvort sem talað er um tví eða ferfætlinga. Fór í fermingu í gær og leið frekar illa þar og var bara fegnust þegar að ég komst heim aftur en það hjálpaði mikið að bæði mamma og Alexandra voru með.
jæja læt þetta duga í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 18:38
þá er maður orðinn árinu eldri...
og finn ég neinn mun á mér þó að ég sé spurð að því daglega og oft á dag núna undanfarna daga hvort að ég sé ekki komin með fleiri hrukkur og svona hahahahhahahaha enda er maður aldrei eldri heldur en maður er í hjarta sér og huga :o))))) þannig að ég er ekki deginum eldri en 17.
héðan er bara allt fínt að frétta , ég er að vísu á bakvaktinni núna en Bína á að fara að gjóta svona hvað á hverju en hún er komin 3 daga fram yfir, svo að ég er bara hérna heima og bíð spennt. Ekki það að ég hefði nú samt verið heima þó að þetta stæði ekki til hehhehehe en það mátti nú reyna að telja ykkur trú um að þá væri ég sennilega að gera eitthvað svakalega merkilegt hahahahahaha.
Hinir kettlingarnir dafna bara svakalega vel og eru orðnir svaka boltar bara,,, það er í rauninni alveg ótrúlegt hvað þetta stækkar hratt.
Ég kem nú aftur hérrna og segi ykkur frá því þegar að Bína er búin :o))))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 08:38
Kominn til landsins og beint í Einangrun!!!!!
já loksins er hann kominn til landsins, litli strákurinn :o))) Eftir langt og strangt ferðalag frá Norðurpólnum eða þar um bil. hann þurfti að taka tvö innanlandsflug áður en hann komst í vélina sem flutti hann hingað heim svo að hann var að vonum þreyttur við heimkomuna.
já flottur er hann ekki satt :o)) mig hlakkar svo til þegar að hann hefur lokið sinni fangavist og fær að koma heim.
Fékk símtal frá einangruninni í gærkveldu um það að hann væri kominn alla leið og allt hefði gengið samkvæmt áætlun, þetta er eitthvað annað en maður hefur átt að venjast, hingað til þegar að maður hefur verið að flytja inn nýjann einstakling þá þarf maður svoleiðist að hamast á símalínunni til að ná í einhvern til að fá einhverjar upplýsingar. en núna er bara þjónusta!!!! og það er bara hringt í mann,,, vonandi bara að restina af einangruninni verði eins og maður fái reglulega upplýsingar frá þá fólki líka sem veit eitthvað um viðkomandi dýr.
og svo meira af kisumálum þar sem ég er nú á kafi í þeim þessa dagana, kanski örlítið meira en venjulega þar sem maður er að standa í innflutningi og að reyna standa sig sem ljósmóðir hérna með mjög stuttu millibili. Kettlingarnir hennar Lante eru orðnir 18 daga gamlir og dafna bar fínt og það án mikilla afskipta frá mér þrátt fyrir að vera heilir 9 talsins og þá er komið að næsta goti en Bína kemur sennilegast með sitt got í dag eða á morgun.
Það væri nú ekki dónalegt að fá gotið í dag!!! þar sem ég fæddist nú þessum degi fyrir heilum 38 árum síðan. Ekki er nú ætlunin að halda upp á það með neinum hætti nema að setja kanski á eina eða tvær brauðtertur svona fyrir gesti og gangandi.
Hafið það gott elskurnar
luv
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 10:46
Nýr Maine Coon :o))))))))
jeijjjjj þá eru komnar upplýsingar frá MAST of hann Inferno fær að koma til landsins á morgun :)))
páskarnir hafa einkennst svolítið af áhyggjum útaf þessu máli... en allavega þá er þetta komið á hreint og ég kanski set mynd hérna inn af honum á morgun þegar að hann er kominn og maður veit að allt er í höfn :o))))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)