Færsluflokkur: Bloggar

Enn af Maine coon kettlingunum

þeu braggast bara rosalega vel og þyngjast og þyngjast. Ég var að setja nýjar myndir inn á síðuna þeirra www.mco.fjalldrapa.com  öll eru þau búin að opna augun og svona. og þá er líka farið að líða að næsta goti og það er nú vonandi að það verði ekki nema 2-3 kettlingar eða svona "normal" stærð á goti, þetta verður nefnilega alveg svakalegt þegar að allir verða komnir á stjá. Ég er nú sem betur fer búin á fá lánaða hvolpagrind til að halda þeim aðeins í skefjum svona til að byrja með en hversu lengi það heldur hahahaha það veit maður ekki. 3 got með nokkura vikna millibili er rosalegt og verður vonandi ekki aftur en þetta hefur allt sínar ástæður í þetta skiptið :o))

Meira af kisum en litli Inferno sem átti að koma frá Noregi á miðvikudaginn kemur kanski bara ekkert fyrr en eftir heilann mánuð .... ræktandinn gleymdi að gera eitt testið og eru ekki miklar líkur á að þetta náist allt saman fyrir tilsettann tíma,, því miður fyrir okkur öll því það þýða meiri peningaútlát, eins og þetta kosti nú ekki nóg. Það þýðir að ég tapa þeim peningum sem ég er búin að borga inn á einangrunina og hún þarf að gera öll test upp á nýtt !!! þannig að það er slatti. Æji en það er vonandi að þetta reddist þó að ég sé nú ekki bjartsýn á þetta.

Þá eru páskarnir að verða búnir en þetta er búið að vera mjög rólegt og notalegt, reyndar nokkrar veislur eins og gengur (er einmitt á leið í eina) en rólegt þess á milli. Borðuðum rosalega góðan mat í gærkveldi og auðvitað fullt af súkkulaði í páskaeggjaformi, það er nokkuð öruggt að kílóin fjúka ekki af manni þessa dagana en þá verður maður bara að reyna að herða sig eftir páskana hahahahha.

læt þetta duga úr Árbænum í bili

 


Maine Coon got

10 kettlingar fæddust fyrir viku síðan! nú eru þeir reyndar 9 þar sem einn lifði bara í 3 sólarhringa en vá þetta er ekkert smá mikið.

hérn er mynd af allri hrúgunni,,, ekki auðvelt það að ná mynd af þeim öllum saman :o))

viku gamlir MCO kettlingar 9 stk

 

en svona leit mamman út þegar að hún átti c.a viku eftir.

Atalante Silvi-Cola

annars er hægt að skoða myndir af hverjum kettling fyrir sig á síðunni okkar

www.mco.fjalldrapa.com

 


long time......

já ég skammast mín pínu lítið núna enda ekki sett inn neina færslu í bráðum 2 mánuði en samt búið að vera nóg að gerast.

Fór til Gambíu í febrúar og ætlaði að setja inn smá ferðasögu ásamt myndum fljótlega eftir að ég kom heim en eitthvað var að myndakerfinu svo að ég gat ekki sett inn neinar myndir þannig að ég einhvernvegin nennnti þessu bara alls ekki. en allavegana ég er komin heim aftur :)

við erum búin að fara á sýningu með 3 persa  og gekk allt vel þar en ég komst ekki með mco því þær eru allar kettlingafullar. sunnudaginn 9 mars fæddust svo kettlingar já úff þeir voru sko 10 talsins sem fæddust þó að einn litlu strákanna hafi nú ekki lifað nema 3 sólarhringa, en það er ekkert óeðlilegt miðað við allan þennan fjölda, ef að ég kem 9 kettlingum á legg þa´tel ég það bara rosalega gott.

svo er það innflutningurinn,, það er að koma nýr MCO högni í nýju einangrunarstöðina í Hrísey núna 26 mars og bíð ég spennt eftir honum.

en jæja ég er þá alalvegana komin aftur og þá verður þetta auðveldara, kanski ég skelli eins og einni mynd af gotinu seinna í dag

adios


Allt að verða ready fyrir Gambíu

já það er nú alveg ótrúlegt hvað það er stutt í ferðina okkar til Gambíu ekki nema rúmur 1/2 mánuður. Við fórum í bólusetningar síðastliðinn fimmtudag og vorum bólusett fyrir hinum ýmsu sjúkdómum og var heildarkostnaður við það 17.000kr síðan bætist við það malaríutöflur og VÁ við þurfum að kaupa 36 töflur og það kostar ekki nema 15.000kr,,,,, þá á eftir að telja bólusetningu við yellow fever sem að ég er að fara í, í dag ásamt einhverri heilahimnubólgu sprautu sem er víst voða mikið núna,,,,hjúkkan sagði að við þyrftum ekki sprautu við yellow fever en þegar að ég fór að kanna þetta betur þá kemur í ljós að þetta er sjúkdómur sem smitast með moskítóbiti (sem ég fæ pottþétt, eins og alltaf og verð eins og gatasigti!!!) og 30% af þeim sem smitast deyja, þannig að ég var nú ekki alveg sátt við þetta og hringdi í morgun og bað hana um að athuga þetta betur fyrir mig og jú hún var að hringja og það stemmir,,, við þurfum þessa sprautu!!en já sem sagt allar þessar bólusetningar og lyf fara að slaga hátt upp í ferðakostnaðinn,, en plúsinn er kanski sá að flestar þessar bólusetningar duga í 10 ár þannig að við ættum að geta ferðast án fleiri bólusetninga næstu árin.

Annars er bara allt fínt að frétta héðan frá okkur og litlu barnabörnin eru auðvitað bara æðisleg. svolítil veikindi samt búin að hrjá fjölskylduna, já bara svona flensur eins og gengur og gerist.

af kisunum mínum er líka allt fínt að frétta, Maine coonarnir eru að aðlagast mjög vel og er ég einnig búin að vera með fress hérna í heimsókn til pörunar sem gengur bara ágætlega. Svo er ég búin að finna drauma högnann til innflutnings og kemur hann bara nokkuð fljótlega ef að allt gengur að óskum og er ég ferlega spennt yfir því öllu saman. Nú fer líka að líða að sýningu svo að maður er að setja svona svolítið niður hvað það fara margir á sýningu núna þetta vorið, en það verða nú ekki margar í þetta skiptið held ég,, allavegana ekki eins margar og undanfarnar sýningar.

en ég kveð að sinni,,,, þar til næst :)


Enn fjölgar í Hraunbænum

já enn fjölgar okkur hérna í Hraunbænum, nú er ég búin að taka að mér einn fósturungling sem langar svo að vinna hérna í bænum en ekki í sveitinni heima þannig að við erum orðin nokkuð mörg hérna í heimili en það er bara eitthvað sem getur bara verið gaman. Frumburðurinn sagði í gær að það mætti halda að ég hafi verið munaðarleysingi þegar að ég var að alast upp því að ég sé alltaf tilbúin að bæta við fólki í kringum mig, eins og þetta með dýrin. Af því að ég mátti ekki eiga nein dýr sem barn var ég ákveðin í að vera með heilann dýragarð þegar að ég yrði fullorðin og sá draumur minn hefur nú eiginlega orðið að veruleika þar sem kisurnar mínar eru orðnar nokkuð margar.

Annars er bara allt fína að frétta hérna frá okkur, litli Sævar Óli dafnar bara rosalega vel og Alexandra Nótt er alltaf jafn góð við hann. ´Hún er líka alltaf að verða frekarai og frekari hahahah eða á maður kanski bara að segja ákveðnari og ákveðnari,,,,,, en hún stjórnar allavegana öllum hérna með harðri hendi, með góðu eða illu. Hún er farin að segja alveg fullt af nýjum orðum og apar upp eftir manni eins og páfagaukur að því undanskyldu að það heyrist ekkert s eða r  hahaha.

Það styttist óðum í Gambíuferðina og var ég að panta ferðina til Hollands í gær þannig að allt er þetta svona að verða að veruleika, þetta verður án efa mjög skemmtilegt og hlakka ég mikið til þó að ég viti ekkert út í hvað ég er að fara, vonandi bara að maður fái að sjá sem allra allra mest á þessum stutta tíma sem að við stoppum.


Nú árið er liðið.......

 

 og nýtt hafið :) héðan er bara allt fínt að frétta og er litli kúturinn okkar bara yndislegur í alla staði, fær topp einkun hjá ljósmóðurinni og já sem sagt gengur bara allt rosalega vel

skelli inn hérna einni af prinsinum sem ég tók í gær:)

 

null

 Svo var látið til skarar skríða í dag og fékk þá prinsinn nafn, reyndar er nú ekki hægt að segja annað en að foreldrarnir væru undir smá pressu frá öfunum og fengu þeir ósk sína uppfyllta, Drengurinn fékk það fallega nafn Sævar óli, í höfuðið á báðum öfunum.

Sævar hélt á honum undir skírn og þó svo að hann hafi verið með kröfur um nafn þá virtist þetta nú samt koma honum á óvart og var svipurinn alveg óborganlegur :) hann er ennþá í skýjunum með litla afastrákinn sinn

null

læt þetta nægja í bili

 


Fæddur er lítill ömmu prins :)

Já þetta tók fljótt af hjá henni Hönnu minni, hún fór í tékk upp á deild í hádeginu og þá var höfuðið á barninu komið niður  hálfa leið og útvíkkun orðin 6-7 svo að hún fékk aðeins að skjótast heim til að ná í mig og svona en svo komin aftur um 5 leitið, belgurinn var sprengdur um 17:30 og allt gekk þetta eins og í sögu og prinsinn leit dagsins ljós kl 19:30 og dagurinn er auðvitað 28.12.2007. Hann reyndist vega 3835gr og 52cm svaka bolti bara og auðvitað bara fallegastur :))

myndir 280

Ég hlakka sko barasta til að fá þau svo  heim á morgun :) en þau ætla að vera á hreiðrinu í nótt.

æji svo er hérna ein af okkur prinsinum saman svona að lokum.

myndir 301


Annasöm jól

Hérna haafa allir haft það alveg svakalega gott, legið á meltunni og fengið fínar gjafir og allan pakkann :) Þvílíkt og annað eins pakkaflóð  jesús minn góður, en svona er þetta víst þegar að maður er með lítil börn. Hanna Björg og Helgi voru hérna með snúlluna mína á aðfangadag en hún var svo lasin greyjið að hún hafði enga ánægju af því að opna pakkana og endaði það bara á því a´ð það var farið með hana upp á læknavakt um mitt kvöld (þá var bara tekin pása í að taka upp pakkana á meðan) svo var haldið áfram eftir að þau komu heim, nema hennar pakkar sem geymdir voru fram á jóladagsmorgun, það fóru sko allir sáttir að sofa hér á þessu heimili enda þarf nú venjulega ekki mikið til að gleðja :) sem betur fer. Á jóladagsmorgrun var Alexandra hressari og fékk hún þá að klára að opna pakkana sína og naut hún þess alveg í botn, henni fannst þetta bara æðislegt. Svo var farið í hið árlega jólaboð hjá ömmuömmu og afaafa og svo fór litla fjölskyldan í annað jólaboð á annan í jólum hjá tengdafjölskyldu Hönnu, þannig að það er búið að vera mikil skipulögð dagskrá yfir jólin, ætliþað verði ekki meiri rólegheir yfir áramótin bara.

 Annars eru nú ágætis líkur á því að Hún Hanna mín fari bara af stað núna fyrir áramótin, hún fór niður á deild í gær vegna þess að það var komin einhver blæðing og þá var mín bara komin með 5 í útvíkkun svo það er bara spurning hvernig nóttin í nótt hefur verið hjá henni (hún er ennþá sofandi) og hvernig dagurinn verður hvort að við endum upp á deild aftur í dag eða hvað.  Við vorum nú eiginlega að vona svona öll held ég að strákurinn myndi nú bíða fram yfir áramót,,,,, svona hans vegna, ekki gaman að eiga afmæli svona á síðustu dögum ársins,, allavegana ekki á meðan að maður er barn. Annars hefur Hanna mín verið svo róleg yfir þessu öllu að hún var ekki einusinni byrjuð að þvo barnafötin eða nokkurn skapaðan hlut svo að henni varð nú pínu brugðið í gær þegar að þetta kom í ljós og dreif sig í að setja í þvotavél eitthvað af fötum og svona svo að hún hefði allavegana eitthvað til að taka barnið í heim hahahahha annars er þetta nú ekkert alveg borðlagt þar sem ljósmóðirin sagði okkur að það væru alveg til konur sem væru með 5 í útvíkkun í nokkra daga fyrir fæðingu.

Svo er ætlunin að fara í eit jólaboðið enn í kvöld og vonandi komumst við öll þangað :) svo er það brúðkaup hjá Guðrún og Magga á morgun,,, já það er frekar mikið um að vera hjá okkur þessi jólin,, eiginlega mun meira en venjulega, það er nú samt búið að ákveða að Alexandra fer bara með afa sínum í boðið í dag ef að hitt verður eitthvað vafamál þar sem boðið er í keflavík og það er nú kanski ekki sniðugt að vera að taka einhverja sénsa með litla barnið.

Af kisunum mínum er bara allt fínt að frétta, ég er enn með Maine coon læðurnar bara lokaðar inni en fressinn sætir sig enganvegin við svoleiðis framkomu og heimtar að fá að koma frama með okkur á morgnana hahahaha en fær þó að fjúka inn í herbergi annaðslagið yfir daginn þar sem hann lætur ekki Lilac og Bellu í friði, annars eru þetta æðislegir kettir, ég hefði eiginlega ekki trúað því hvað MAine Coon væru ljúfir, góðir og skemmtilegir kettir og mér finnast þetta sko bara spennandi tímar framundan, ætlunin er auðvitað að para Fredda við Lante og Bínu og vonandi fara þær að breima bara fljótlega, svo er stefnan sett á innflutning seinna á árinu svo að það sé hægt að para svo Bellu líka en eins og staðan er í dag er ekki til neinn fress á hana (Freddi er gotbróðir hennar) Ég er komin í samband við nokkra toppræktendur og er á biðlistum þannig að það ætti ekki að vera langt í rétta fressinn handa okkur.

jæja ég ætla að láta þetta nægja í bili en kem hérna inn með fréttir af Hönnu og litla prinsinum um leið og einhvherjar verða.

 


jólin koma....

jæja nú mega jólin bara fara að koma :) hér er allt orðis svakalega fínt og meira að segja jólatréð komið upp,,,, Hönnu minni að þakka :) Við vorum hérna í gær að taka allt í gegn þannig að nú er maður bara hérna í rólegheitunum og hálfpartinn bíður eftir jólunum, við erum búnar að steikja laufabrauð og Hanna búin að baka alveg heilann helling (sem er reyndar búið að borða allt núna hahahaha) og svo erum við búnar að gera jólaísinn og og sjóða niður rauðkálið. Við förum til guðbjargar og Axels í skötu í kvöld og svo á maður reyndar eftir að gera eplapie og fromas á morgun.

Það er nú búið að vera alveg heilmikið um að vera hérna hjá okkur, við erum búin að bæta við okkur fleiri köttum (eins og það hafi ekki verið nóg fyrir hahahahaha) en við vorum að taka við tveim Maine coon læðum frá Siggu og Jóni og ætlum við að fara í samstarf með þeim og fara út í ræktun á þessum æðislegum kisum. Lante og Bína eru þessar læður kallaðar og eru mæðgur, þær eru alveg óskyldar Bellu en svo er ætlunin að flytja inn högna fyrir þær, þar til fáum við að nota Fredda sem er got bróðir hennar Bellu þannig að vonandi verða maine coon kettlingar hérna hjá okkur einhverntíman í byrjun næsta árs  undan þeim tveim :) Ég átti nú reyndar von á því að það yrðu persakettlingar hérna yfir jólin en því miður þá missti Candy kettlingana sína þrjá :( og Nýinnflutti högninn okkar Stefaníu dó núna fyrir stuttu svo að það er enginn persa fress sem ég get notað í bili, Bangsi er ekki tilbúinn en hann er rétt að verða eins árs svo vonandi verður hann tilbúinn í pörun fljótlega.

Heimilið okkar virðist ætla að verða pestarbæli um jólin,, ég er  rétt búin að ná mér upp úr lungnabólgu og Elísabet rétt búin að ná sér eftir flensu, Alexandra er búin að vera veik núna í nokkra daga og Hanna segist vera að byrja að finna fyrir flensueinkennum,,, úff ég ætla nú samt að vona að það verði ekki mikið úr þessu hjá henni greyjinu, hún er orðin svakalega þreytt enda ekki nema c.a 1/2 mánuður eftir af þessari meðgöngu og það kæmi mér bara ekkert óvart þó að litli strákurinn færi bara að kíkja í heiminn. Hún er búin að biðja mig um að vera viðstödd þessa fæðingu líka og er ég rosalega stolt af því að fá að vera, þetta er auðvitað bara dásamlegt.

jæja ég ætla að láta þetta nægja í bili og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og endilega kvittiði undir og lofið mér að fylgjast með hverjir það eru sem eru að fylgjast hérna með okkur.

 


long time ago

jiii éger  nú alltaf á leiðinni að setja inn enn eina færsluna en svo bara verður einhvernvegin ekkert úr því, nú er heill mánuður síðan síðast og auðvitað alveg hellingur búinn að ske. við fórum jú þarna til Hollands og vorum þar í 6 daga, það var rosalega fínt og versluðum við alveg hreint eins og geðsjúklingar, enda með yfirvigt upp á slatta af kílóum :) og mest megnis var þetta jú föt á barnabörning og börnin en jú auðvitað var þarna líka eitthvað af jólagjöfum. við vorum eina nótt á hóteli í Amsterdam en fórum svo til Coby og Leen.. við erum alveg sammála umn að við verðum að gera það oftar að skreppa svona á Hótel bara 2 ein :) þó að hitt hafi auðvitað verið gaman líka.

Þegar að við komum heim þá voru krakkarnir búnir að taka svo fínt til og jólaskreyta alla íbúðina,, það var æðislegt að koma heim í þetta svona.  þá er hún Hanna búin að baka fleiri fleiri smákökuuppskriftir og við erum búnar að baka laufabrauð, kaupa allar jólagjafi og búnar að pakka festum inn líka. Nú er eiginlega bara beðið eftir jólunum,, Ætlum reyndar að fara að gera heimatilbúinn ís og sjóða niður rauðkál og vorum svona að spá í að bæta aðeins við af smákökum því birgðirnar hennar Hönnu eru að verða búnar.

Ætla þáað fara að reyna að gera eitthvað af viti hérna heima hjá mér

hej då


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband