Færsluflokkur: Bloggar
23.12.2006 | 21:58
Gleðileg Jól
jæja þá er komin Þorláksmessa og allt bara að verða klárt, ég er búin að jólabaða allar kisur nem litlu óléttínurnar mínar sem fá sitt jólabað bara þegar að þær eru búnar að gjóta. Svo er búið að taka til og þrífa og meira að segja búið að skreyta allt, eina sem er eftir er að skúra og er ég að hugsa um að gera það bara á morgun því ég er að fara að vinna núna á eftir og kem sennilega ekki heim aftur fyrr en upp úr kl 7 í fyrramálið. en dagurinn á morgun verður bara svona hefðbundinn, möndlugrauturinn borðaður í hádeginu og frómasinn búinn til svo verðum við fjölskyldan bara í rólegheitunum að dúlla okkur fram eftir degi ásamt því að elda jóla matinn sem er hamborgahryggur að venju.
Þessa aðventuna hef ég verið mjög meir og mikið hugsað til þeirra sem minna mega sín og ákvað að gera smá góðverk, ég get ekki annað sagt en að mér líður rosalega vel með það. Það eru ekki allir jafn heppnir að hafa nóg fyrir sig og sína. Ég ætla að vona að sem flestir sem geta hafi látið gott af sér leiða á einhvern hátt fyrir þessi jól.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.12.2006 | 11:03
smá jóla hugleiðing
Það er alveg svakalegur hraði í þjóðfélaginu, það eru að koma jól og allir að keppast um að kaupa sem mest og stærst fyrir sig og sína, kaupmenn hafa opið fram á nótt í búðunum til að missa nú ekki af allri þessari verslun og geðveikin verður æ meiri og aldrei meira en nú, enda talað um að núna á Þorláksmessu verði slegið met í smásölu.
Mér varð hugsað til þeirra sem ekki geta tekið þátt í þessu að neinu leiti hvort sem viljinn er fyrir hendi eða ekki ,hugsað til þeirra sem ekki sjá fram á að geta borðað góðan mat á jólunum eða geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir.Maður má ekki gleyma því sem liðið er eða hvaðan maður kemur, Ég leið sem betur fer aldrei neinn skort sem barn en ég veit þó að foreldrar mínir voru ekkert rík, en við fengum alltaf einhverja nýja flík um jól, við fengum alltaf góðan mat og alltaf fengum við jólagjafir.
Ég hef samt gengið í gegnum þennan pakka að eiga ekki fyrir jólunum, eiga ekki einu sinni fyrir mat dag eftir dag.
Ég hafði flutt til Svíþjóðar í november og átti ekki neitt, ég hafði selt allt það litla sem ég átti hér heima og flutti út með börnin mín 3 sem þá voru bara pínu lítil, eitt af því fá sem ég tók með mér var rúmin okkar, fötin og eitthvað annað lítilræði. Ekkert af því sem mér hafði verið lofað stóðst þannig að ég stóð uppi í ókunnu landi, mállaus og alls laus með já 3 lítil börn og það voru að koma jól.Ég hafði þarna í desember lítillega kynnst Íslensku pari á sama aldri og ég var á en bara lítillega. Ég hafði mikið reynt að redda okkur fjárhagslega en ekkert gekk. Á Þorláksmessu hafði enn lítið gengið, í stofunni hafði ég fyrir utan einn stól og sófa sem ég hafði keypt á 2000 ísl. sófaborð sem ég bjó til úr 2 pappakössum og einn lítinn skáp sem hafði einhverntíman verið hluti úr skrifborði. Í eldhúsinu var ég með garðhúsgögn úr plasti (úr rúmfó)Ég hafði ekki getað keypt neinar jólagjafir fyrir börnin mín og ekki heldur neinn jólamat, allir skápar voru tómir og ískápurinn eins og eyðimörk fyrir utan hangiketslærið,baunadósir og egils malt og appelsín sem mamma og pabbi höfðu sent okkur og það ætlaði ég sko að spara þar til á jólunum.Þarna sat ég ásamt börnunum mínum í kvöldmatnum og átum hafragraut eins og svo oft áður því það var það ódýrasta sem ég gat fengið en jafnframt svolítið næringarríkt. Mér leið ömurlega og var með grátinn í kverkunum og átti svo bágt með að halda aftur af tárunum en reyndi þó eins og ég gat, barnanna vegna að vera sterk.
Ég gleymi aldrei, nei aldrei á meðan að ég lifi tilfinningunni þegar að ég sá þessa konu sem ég hafði lítillega kynnst, koma framhjá eldhúsglugganum, þarna þar sem við börnin sátum. Hún kom eins og engill færandi hendi með nokkra poka af mat, hún færði okkur meira að segja poka af sælgæti svo að börnin fengju nú sælgæti á jólunum, hún kom með jólatré til að setja upp í stofunni og hún kom með jólagjafir til barnanna sem hún var búin að merkja til þeirra frá mér og svo kom hún með sjónvarp sem hún lánaði okkur svo að það yrði nú einhver dægrastytting. Ég get svo svarið fyrir það að þarna settist ég bara niður og réði ekki við mig lengur og bara hágrét eins lítið barn. Við áttum yndisleg jól þetta árið, allt þessu fólki að þakka.Eftir jólin fór svo allt að ganga mun betur hjá okkur og hlutirnir fóru að ganga upp með góðri og mikilli hjálp frá þessu pari. Enn í dag fæ ég tár í augun af tilhugsuninni einni saman um þetta kvöld.
Þau voru mínir jólaenglar.
Í dag þakka ég fyrir að hafa þessa reynslu, ég held að maður kunni betur að meta það sem maður hefur í dag og líka að geta sett sig spor þess fólks sem hefur það ekki eins gott en það er sko ekki allra að geta sett sig í þessi sporÉg vona bara að sem flestir geti borðað góðan mat á jólunum í ár og verið með þeim sem þeim þykir vænst um.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2006 | 14:30
mikill léttir
Ég skrapp með Vallý í kolaportið í gærmorgun og svo fórum við í kringluna á kaffi hús og fengum okkur kaffi, þetta var voða notalegt því það er svo svakalega langt síðan að við höfum gert eitthvað svona saman eða bara hist yfirhöfuð bara svona tvær, báðar erum við jú með fullt hús af börnum og getum þarafleiðandi sjaldan spjallað saman svona bara í friði og ró. Hittum Svönu og Adda í kringlunni og var það voða furðulegt andrúmsloft og vandræðalegt og Addi óskaði mér ekki einusinni til hmingju með krakkana,,,jæja hann verður bara að eiga þetta við sig, ef að hann ætlar að vera í fýlu endalaust yfir því að börnunum hafi eki verið boðið í þetta brúðkaup þá hann um það, ég læt hann sko ekki eyðileggja neitt fyrir mér í þeim efnum.
Nú styttist óðum í að Blue komi til landsins og hringdi kallinn í Landbúnaðarráðuneytinu (vá hvað þetta er langt orð) og sagði mér að pappírarnir hans hefðu borist á föstudaginn og allir væru þeir í lagi,,það var bara eins og stór steinn væri tekinn úr maganum á mér enda veit maður aldrei hvar meður hefur þesssa stofnun. nú tekur bara við einangrunarferlið sem er að vísu langt og strangt, maður fær ekki einusinni að heimsækja litla kútinn sinn þó að maður sé bar liggur við í næsta húsi. En maður hefur víst ekkert um það að segja og verður bara að fara eftir því sem að fyrir mann er lagt í þessum efnum. Þó sækir að mér smá kvíði fyrir því hvernig hann kemur til með að koma út úr einangruninni,,,maður hefur jú heyrt ýmsar sögur um hvernig dýrin koma út úr þessu. vonandi bara að allt fari vel að lokum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2006 | 22:18
Nú er úti veður vott og verður allt að klessu....
Það er alveg með eindæmum hvað við ætlum að fá oft vond veður núna á þessum vetri, núna er enn ein lægðin yfir landinu og alveg kolvitlaust veður. hmmm það er nú gott að þurfa ekkert út núna.
Ég er búin að vera að þrífa og svona dúllerí í dag og skrapp svo í búðina að versla smá í matinn en hef svo verið að skrifa í jólakortin í kvöld, voða notalegt að geta bara setið hérna inni á meðan að Kári karlinn er alveg brjálaður :))
Skrapp aðeins með Vallý vinkonu í Góða Hirðinn í gær og hitti Bjössa þar æji hvað það var nú gaman að hitta hann, það er svo langt síðan maður hefur eitthvað frétt af honum en hann fór víst í hjarta aðgerð í vor og er svo búinn að vera að drepast í bakinu í sumar,,,með brjósklos já maður verður nú að fara að kíkja á kallinn , svona þegar að sævar er kominn í land og svona.
annars er bara allt í góðu hérna hjá öllum, Sævar bara á sjónum en hann ákvað að taka afleysinga túr á einum Granda togaranum þar sem ekkert miðar í útborgunarmálum hjá útgerðinni sem að hann var hjá. Hann kemur í land á fimmtudag og stoppar í einhverja 30 tíma en fer svo einn túr enn fyrir jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2006 | 17:46
Allt að færast í eðlegt horf að nýju.
þá er allt að komast í svona nokkuð eðlilegt horf loksins eftir mikinn og stóran viðburð. Á mánudaginn var ég með harðsperrur um allan líkamann, það eitt segir mér heilmikið um streituna sem fylgdi þessu og álaginu en mér leið ekkert rosalega vel að hitta allt þetta ókunna fólk í veislunni, enda hélt ég mig mjög mikið bara hjá fólkinu mínu sem ég þekki svo vel.
Auðvitað þurftu að fylgja þessu smá leiðindi,,,,, en kom það til vegna þess að það þurfti að skera niður gestafjölda vegna smæð salarins sem við fengum leigðann. Já en það var bara ein fjölskylda sem gerði leiðindi yfir því að börnunum var ekki boðið, ég er svona að spá í eitt,,, ef að ég geri eitthvað fyrir fólk þá vil ég gera það af heilum hug og er ekki með kröfu um að það sé endurgoldið en það er greinilegt að sumir gera ekkert nema með skilyrðum en nefna aldrei þessi skilyrði. við fengum að heyra að það væri ömurlegt af okkur að bjóða ekki börnum þessa fólks eftir allt sem þau hafa gert fyrir okkur, hmmm fyrirgefiði en það var ekki ég sem bauð í þessa veislu!!!! þeim var nú bent á að náskyldum ættingjum hefði ekki einu sinni verið boðið (fólk sem er reyndar lítið samband við) en þeim fannst það samt allt annað mál. Ég bara á ekki til orð yfir þetta. Þetta hefði nú örugglega verið öðruvísi ef að ég hefði verið að gifta mig og boðið til veislu en sama er,,, eftir svona lagað þá held ég bara svei mér þá að ef að einhverntíman kemur að því að ég gifti mig þá geri ég það bara í kyrrþey og hana nú. Ég nenni ómögulega að standa í einhverri fýlu og veseni útaf því hverjum er boðið og hverjum ekki.
Á þriðjudaginn fór ég í smá kisuferð með Rögnu norður í Skagafjörð , já þetta var bara svona skot túr, rennt norður um morguninn og aftur heim eftir mjaltir hehehe þetta var rosalega gaman og gaman að sjá litlu kettlingana þarna fyrir norðan. Nú fer að styttast í að litli Blue komi til landsins og ætla ég rétt að vona að þetta gangi upp í þetta skiptið en hann á að koma á miðvikudaginn og losnar svo sennilega úr einangruninni 12 janúar, ég hlakka rosalega til að sjá hann almennilega :) Svo verða þetta nú svona hálfgerð kisujól hjá okkur þar sem við tökum á móti 2 gotum um jólin og eru bæði gotin mjög spennandi, þó sérstaklega gotið hennar Lovely. Nú er Lilac að nálgast 2 ára þannig að ég ætti að geta farið að para hana og bíð ég því spennt því ég er búin að fá vilyrði fyrir svo rosalega flottum fress fyrir hana. ég er svona að vonast til að geta parað hana einhverntíman fljótlega eftir áramót.
núna ætla ég að fara að reyna að koma öllu í stand fyrir jólin enda ætti að vera nægur tími,ekkert annað sem liggur fyrir eins og er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2006 | 23:43
Brúðkaup, Skírn og Afmæli á fyrsta degi í aðventu..... geri aðrir betur
Jæja þá er þessi brúðkaupsdagur að kveldi kominn og allir mjög lúnir eftir mikinn eril undanfarna daga en jafnframt mjög ánægðir með daginn. hann tókst bara rosalega vel þrátt fyrir mikinn kvíða fyrir honum. það gekk nú ekki þrautarlaust að gera þessa blessuðu brúðartertu en það tókst þó eftir 2 daga vinnu. í morgun var vaknað upp fyrir allar aldir til að koma sér suður í Hafnarfjörð til að skreyta salinn, vorum komin þangað kl 8 að staðartíma, það gekk bara nokkuð vel undir stjórn Ingu Hönnu og með hjálp frá fullt af fólki. svo var farið á Arnarhraunið með brúðina enda varð jú að greiða,farða og klæða hana í föt sem hæfðu þessum stóra degi :) Guðrún vinkonu bjargaði andlitinu á mér, mömmu og dætrum mínum en Rúrí frænka á heiðurinn af því að við mættum ekki til veislu með úfið, reitt og tætt hár ,,,,Takk stelpur þið eruð æði. það var mikið hlegið og haft gaman á meðan á því stóð enda varð allt svo tæpt á tíma að um tíma var óttast um að brúðurin yrði of sein í eigið brúðkaup hehehe en nei þetta hófst nú allt saman þrátt fyrir mikið stress síðasta klukkutímann fyrir athöfn. Svo mikið var stressið undanfarna daga að það hefur eiginlega svolítið gleymst að það átti að skíra lítið barn þennan dag,,hana Alexöndru,það fattaðist í morgun að skírnarkjólinn hafð ekki verið þveginn og strokinn, ekki hafði verið saumað bleikt á kjólinn og enn síður var munað eftir að setja barnið í hvíta safellu svo að það skein einver texti í gegnum skírnarkjólinn (mamma mín er lang lang best sást í gegnum kjólinn)
Athöfnin var yndisleg í alla staði og presturinn bara æði, séra Bjarni kom þessu öllu svo skemmtilega frá sér og hafði þetta svo létt og skemmtilegt, maður næstum gleymdi því að maður var í kirkju. þegar Hanna og Helgi voru orðin hjón og Alexandra búin að fá nafn frammi fyrir Guði og mönnum héldu þau í myndatöku en við hin í veislusalinn að setja lokahnútinn á allt þar (eða það sem Eva og Sigga voru ekki þegar búnar að gera...takk fyrir allt í dag stelpur ;) )og svo var bara beðið eftir brúðhjónunum og litlu rósadós. Veislan tókst bara rosalega vel í alla staði og eru bara allir sáttir held ég.
Nú erum við"gömlu "bara hérna ein að slappa af í öllu draslnu og nennum hreinlega ekki meiru í dag, litla fjölskyldan farin í brúðkaupsferð í sumarbústað og verða fram á miðvikudag svo að það verður örugglega fremur einmanalegt í kotinu þessa daga en örugglega nóg að gera samt við að koma íbúðinni í stand aftur hehehehe
en svona að lokum vil ég óska henni dóttur minni til hamingj með afmælið, stóra stelpan mín varð nefnilega 19 ára í dag á brúðkaupsdaginn sinn. Að hugsa sér að það séu komin heil 19 ár síðan að frumburðurinn fæddist, heil 19 ár síðan að ég varð mamma og nú er þessi litla stúlka líka orðin mamma,,,,ég sem er bara ennþá 17!!!!!!!!!!!!!!!!
búin að setja myndir frá deginum hér http://thinkpink.blog.is/album/brudkaupfrumburdarins/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2006 | 13:53
tíminn flýgur hratt....
þá fer að líða að þessu brúðkaupi og ýmislegt búið að gera en þó heilmikið eftir.Ég er tildæmis búin að setja á mig gervineglur og er að reyna að pikka eitthvað hérna á tölvuna og geri aðrir betur hahahahaha hafiði reynt að pikka með svna svaka norna neglur???? þetta er varla gerandi :)))) Ég reyndi líka að setja nglur á tilvonandi brúður en æfingarleysið er alveg að fara með mig svo að það mistókst alveg herfilega svo hún fer bara annað í neglur. Hanna kláraði að útbúa þær skreytingar sem eftir voru, núna í vikunni svo að það er lítið eftir nema bakstur og þessháttar. Amma hans Helga og frænka kláruðu að gera skírnartertuna í vikunni og kemur hún rosalega flott út en við eigum ennþá eftir að finna eitthvað út með brúðartertuna...okkur vantar eitthvað gott til að hafa á milli tveggja brúnkökubotna,,,lumar einhver á hugmynd ????
Ég dreif mig loksins til Guðrúnar vinkonu og fékk rosalega fínann kjól á mig þar og fór svo á laugardaginn í klippingu og litun hjá Sússu.
Dóra Maggy kíkti hérna á mig á laugardaginn og við sátum hérna bara í rólegheitunum langt fram eftir kveldi,Dóra fékk að máta aðeins litla ömmubarnið eins og sést á meðfylgjandi mynd;)
núna er ég að fara með Sævari að fá föt á hann,, rum reyndar ekk búin að ákveða hvort að að verður leigt eða keypt,,það er auðvitað mun hagkvæmara að kaupa þau en......hvað pengaráðin leyfa ræður því hvað gert verður.
Mig langar til að skella hérna annari mynd af ömmuprinsessunni þar sem hún er svo fín með fyrstu jóla húfuna sína :)))))
adios
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2006 | 14:06
snjókorn falla,,, á allt og alla,,,,,,,,,,
þá er kominn snjór hér í henni Reykjavík, ég var að vinna aðfaranótt sunnudagsins og snjóaði alveg helling alla nóttina svo ég fékk nú pínulítið í magann yfir því að komast alla leiðina heim í árbæ kl 7 um morguninn því að ég var/er enn á sumardekkjunum, en það gekk nú bara eins og í sögu, að vísu voru bílar fastir hér og þar og stoppuðu umferð en ég komst þetta klakklaust,án vandræða. Keyrði auðvitað bara rólega og svona en komst svo að vísu ekki inn í stæðið mitt því það var allt á kafi hérna uppfrá en ég náði að troðast i eitthvað annað stæði. Sævar hefur verið á sjó alla helgina svo að það er ekki enn búið að skipta um dekk svo að ég hreyfi ekki bílinn á meðan :) en það verður nú vonandi gert núna í kvöld eða á morgun.
Þetta er nú meiri snjór heldur en maður hefur séð í Reykjavík lengi.
Í gær fékk ég að gefa Alexöndru að borða, það var sem sagt í fyrsta skipti sem hún fékk að borða og gekk þetta bara þvílíkt vel og þetta var bara eins og hún hefði bara aldrei gert neitt annað :) Hérna er smá myndasyrpa af henni :)))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2006 | 11:28
jólin.... jólin.... jólin koma brátt
Núna er farið að verða pínu jólalegt hérna heima, Sævar fór niður í gær og náði í jólakassana og byrjaði að setja upp seríur hérna í stofugluggann þannig að ég fór í það að rífa eitthvað upp úr kössum og er búin að setja svona eitt og annað upp. Ég á orðið nokkuð mikið af jólaskrauti þannig að það er nú bara komið brot af því upp en samt orðið pínu jólalegt. æji þetta er svo kósí, með þessi rauðu jólaljós svo að mér finnst bara um að gera að setja þetta svona snemma upp og geta notið þess í skammdeginu.
Já það er ekki nema rétt rúmur mánuður til jóla og ekki seinna vænna en að fara að byrja á þessu öllu saman, þarf að fara að setjast niður og skrifa jólakortin og versla kanski einhverjar jólagjafir en ég held að maður þurfi að reyna að byrja á að klára þetta umstang í kringum brúðkaupið, það er nú einhver slatti eftir þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2006 | 00:52
Komin Heim ;)
Jæja þá held ég að það sé alveg kominn tími á færslu, enda ekkert smá langt síðan ég hef skrifað nokkurn hlut hingað inn. Við komum heim frá Hollandi á sunnudaginn og guð hvað það var gott að koma heim,,,reynda komum við aðeins við í Hafnarfirðinum því að María pæja var með smá kaffiboð í tilefni þess að hún átti afmæli deginum á eftir. Til hamingju með daginn Maria !!!!
Það var rosalega fínt úti í Hollandi, hjónin voru auðvitað alveg yndisleg eins og bara alltaf og var byrjað á því þegar að við komum heim að sýna okkur lítinn seal point fress og okkur sagt að við mættum eiga hann ef að við vildum,,, þau eru sko alveg ótrúleg en já sem sagt þau vildu að við fengjum hann í staðinn fyrir Pim þar sem að hann dó í vor en auðvitað var það ekkert þeirra að bæta hann á nokkurn hátt þar sem hann dó af alveg eðilegum orsökum og við gerðum okkur alveg grein fyrir því þegar að við fengum hann að hann gæti alveg dáið snemma þar sem að ann var orðinn ágætlega gamall. Þessi litli seal point fress er algjört æði, mjög stuttur með alveg extra stutt skott en grófa beinabyggingu hann er með stuttann nebba en það eina sem ég sé að honum akkúrt núna að er að nebbinn mætti vera hærri og ég sagði það við þau og sögðu þau þá að við skildum bara sjá aðeins til og athuga hvort að hann ætti ekki eftir að fara aðeins upp, kettlingurinn er jú bara 9 vikna núna svo ýmislegt getur skeð, nú ef ekki þá ætlar hún að para sama par aftur til að reyna að fá betri fress með sömu línur. Hann er nefnilega með nýtt blóð fyrir okkur þessi. Við ákváðum í sameiningu að strákurinn skyldi fá nafnið Jolly Cola :)
Við fórum á CFA katta sýningu og það var ferlega gaman því þetta er svo allt öðruvísi en maður á að venjast hérna heima á FIFe sýningunum. Við heimsóttum annan himalayan ræktanda og fengum svo í heimsókn bæði þann ræktanda og svo Abysiniu ræktanda sem hafði reddað mér lyfjum og svona sem ég tók með mér heim. Við fórum líka í dýragarð og svo fórum við auðvitað í einhverjar búðarferðir þar sem við versluðum eitthvað smotterí hehehehe,,,,fylgir það ekki alltaf þegar að maður fer svona til útlanda :)
það er nú búið að vera bara frekar rólegt hérna heima síðan að við komum og ekki mikið gert, mikið bara slappað af þó svo að ferðin ahfi nú ekki verið neitt erfið þá tekur samt alltaf smá tíma að jafna sig. Í dag tókum við þó skurk á íbúðinni og tókum alrýmið vel í gegn og breyttum aðeins í stofunni til að búa til pláss fyrir jólatréð já jólatréð það eru að koma jól og maður er ekki búinn að gera nokkurn skapaðann hlut, ég sé nú reyndar ekki fram á að gera mikið í skreytingarmálum núna alveg á næstunni þar sem mesta orkan fer nú líklegast í að undirbúa brúðkaup og skírn, en ég ætla nú að reyna að gera eitthvað.Ég er nú svo mikið jólabarn og ég vil byrja að skreyta snemma til að geta notið jólaljósanna sem lengst.
en jæja ætli ég láti þetta nú ekki nægja í bili enda orðin þreytt.
sí jú leiter gæs
ps: Magga!!!! það eru komnar myndir í albúm sem heitir Holland 2006 ;) þar eru líka myndir af litla seal point fressinum :):):):):):):)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)