26.6.2008 | 10:42
Boggleti
já maður er búinn að vera frekar latur við að blogga núna, hef einhvernvegin verið bara upptekin við eitthvað alt annað misgáfulegt :) Allavega þá fór ég með yngra gotið í heilsufarstékk á fimmtudaginn fyrir viku síðan
Þetta er hann Taz og hann var nú ekki alveg á því að leyfa Dagmar að kíkja á sig.
nú er hann fluttur að heiman til Akureyrar til Hugrúnar og Jóns og hefur fengið nafnið Stormur.
Tweety var nu bara tekin og knúsuð :) hún er líka flutt að heiman og býr í Keflavík hjá Jóni Stefán og Unni
Þetta er hann Silvester að skoða sig eitthvað um þarna á borðinu en hann ætlar ekki að flytja alveg strax því hún Ingibjörg nýja fóstra hans er að spóka sig í útlöndum og kemur og sækir hann í byrjun Júlí
Það þarf að skoða mann alveg hægri vinstri þegar að maður er í svona heilsufarstékki ;) en þetta er hann Fred Flinstone sem býr núna í góðu yfirlæti í Vestmannaeyjum hjá Sif og fjölskyldu og hefur fengið nafnið Úlfur
Og svo fær maður auðvitað verðlaun þegar að maður er búinn að vera svona stilltur.
það líkar henni Velmu sko hehehe en nú er hún líka flutt til Akureyrar og býr hjá henni Söndru fóstru sinni.
já undan farnir dagar hafa farið í að afhenda kettlinga og svoleiðis þannig að nú er orðið heldur tómlegt hérna hjá okkur ,, bara 4 kettlingar eftir af 14 þvílík rólegheit hahahahaha.
Annars er búið að vera alveg yndislegt veður núna undanfarna viku en ég hef nú ekki verið nándar nærri dugleg að fara eitthvað út heldur hangi ég hérna inni og er eitthvað að vesenast. en núna er ætlunin að reyna að bæta aðeins úr því og reyna að fara í smá útilegu,,, ætlum að fara upp á Þingvelli og slaka á yfir helgina,, það verður fínt að komast aðeins í burtu. En auðvitað getur maður ekki farið mikið lengra þegar að maður er með svona kisulórur því við þurfum að gera ferð í bæinn á laugardaginn til að koma hingað heim og gefa og hreinsa kassa ;)
Annars hafið það bara sem allra best þar til næst:)
Athugasemdir
Sjá þessi krútt !! þeim er greinilega ekkert of vel við svona fikt ha ha...
Sif Sig (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.