Enn meiri bloggleti

Alltaf lengist tíminn á milli blogga hjá mér þessa dagana haha ég hef voða lítið verið að vesenast í tölvunni undanfarið,,, aldrei þessu vant. Það er bara einhvernvegin búið að vera svo allt annað og meira að gera hjá mér núna undanfarið heldur en að vera hér.

Allir kettlingarnir farnir að heiman nema auðvitað Jojo og Kodou sem ætla að vera hérna eftir hjá okkur :o))  svo að það er nú allt orðið mun rólegra að því leitinu en auðvitað er samt heilmikið fjör hérna með alla þessa maine coon á heimilinu, Það er nefnilega mikill munur frá þeim tíma eer einungis voru persar hérna  ójá coonarnir eru svo mikið fjörugri og það svo um munar. Þau eru allstaðar ofan í öllu og upp á öllu ásamt því að auðvitað má ekkert fara fram hjá þeim hahahhaaha má til dæmis ekki sópa gólfin án þess að Jojo fylgi moppunni alveg skref fyrir skref, hún ætlar ekki að missa af því hver ég sópa og hverju ég er að sópa, er með nefið ofan í moppunni svo maður á hægt um vik, Bella aftur á móti má ekki missa af því sem er að ske inn í Eldhúsi og stekkur upp á eldhúsbekk til að geta nú örugglega fylgst með öllu sem fram fer þar, Lante fylgist vel með öllu í stofunni ofan af klóru og svo mætti lengi telja,,, það er eins og þau skipti sér svolítið niður til að það sé nú öruggt að vel sé fylgst með öllu sem fram fer  nema kanski það að litla Jojo er með í flest öllu en Kodou lætur sér fátt um finnast. Kanski Jojo standi bara vaktina og miðli svo bara áfram til systur sinnar hehehe.

við fórum í útilegu upp á þingvelli fyrir 2 vikum síðan og ég gerði tilraun til að taka Inferno með okkur, ég held að það verði langt í að hann reyni eitthvað að verða útiköttur sá ,,, hann var svo skíthræddur að hann kúrði bara inni í tjaldi alla helgina, rétt meikaði að fara til að fá sér að borða og drekka og svo beint upp í bólið aftur, hann lagðist bara niður þegar að ég fór með hann út í ólinni og neitaði alfarið að hreyfa sig.

Ferno á Þingvöllum

Núna erum við að fara í aðra útilegu (í dag) og ætlum að vera í nokkra daga í burtu þannig að ég held að ég leggi það ekki á strákinn að koma með okkur í þetta sinnið. En já við vorum svona að spá í að fara einhvert á Snæfellsnesið og vera í 4-5 daga, einhverstaðar þar sem Sævar og Axel komast í veiði en það verður víst að taka tillit til þeirra núna þar sem þeir eiga eiginlega þessa helgi,,, Axel á afmæli á morgun 17 júlí og Sævar verður 45 á sunnudaginn, hvorugur vildi vera heima á afmælinu þess vegna var bara tekin ákvörðun um langa útilegu. Inga Hanna Systir ætlar að hugsa um dýrin mín stór og smá á meðan :)

Ég veit að beðið er eftir því að ég uppfæri MCO á Íslandi síðuna og jafnvel mína MCO síðu ;) en ég læt það samt bíða þar til ég kem heim aftur að minnsta kosti,,, svo Sif og Úlfur verða bara að bíða aðeins þolinmóð hahahahha

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ við búim náttúrulega á snæfellsnesinu ef þið viljið koma í heimsokn og kíkja á Nikkí

kv Elsa og Nikkí , Kisi, og Depill

Elsa (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:12

2 identicon

Jú hú.... bara rosalega góðar kveðjur til Sævars... vonum að hann eigi alveg svakalega góðan afmælisdag   kallinn...
 

Hafið það sem best kveðja frá Sigló... Rósa og Ása og að sjálfsögðu Jósteinn frændi og rest .... hehe.

Rósa (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:37

3 identicon

ha ha ha... við bara bíðum þolinmóð mín kæra :)

annars til hamingju með afmælisbörnin, frábært hvað þið eru öflug í útilegunum :) við erum nú að koma í bæinn 29. Júli, það væri gaman að kíkja á ykkur með Úlfinn :)

bestu kveðjur frá eyjum

Sif og co

Sif og co (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband