Kisusýningar framundan

héðan frá okkur er nú bara allt fínt að frétta, Kettlingarnir dafna svo vel og ég þarf bara ekkert að skipta mér af þeim, Bellan sér sko bara alveg um þetta allt saman.

Núna e rmaður bara að fara á fullt að undirbúa kattarsýningua sem verður haldin ú Reiðhöll Gusts í Kópavogi helgina 11 og 12 oktober. það þarf jú að baða og snurfusa og huga að ýmsu svo að þetta tekur jú allt sinn tíma og svo er kattarkynning í Garðheimum núna um helgina og ætla ég að vera þar eins og venjulega og í þetta sinn fer ég með Bangsa (persa) , Ferno ( maine coon) og var svo að spá í að taka hana Kodou ( MCO) því ég held að hún hafi gott af þessari æfingu. Það er alltaf svolítið annasamur tími þegar að það kemur að sýningunum en það er bara gaman að því. ÞAð koma einhverjir mco kettlingar frá mér á sýninguna og er ég rosalega ánægð með það en mikill vill meira og ég hefði sko alveg viljað sjá aðeins fleiri ;) En það verður þá vonandi bara á næstu sýningu sem verður haldin í mars.

Ég fer auðvitað með þessar sætu systur Jojo og Kodou :)

6manada

Það verður gaman að sjá hvaða dóma þær systur fá.

Það gengur líka fínt með Hektor þó svo að hann sé nú ekki orðinn húshreinn ennþá þá er hann svona aðeins farinn að skilja nafnið sitt og svona ýmislegt sem er að koma hjá honum :)

Hektor

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get alveg trúað því að þú hafir nóg að gera fyrir sýninguna, rosalega hlakkar mig til að fara á sýningu :) Svakalega er Hektor sæti sætur ;)

kveðjur frá eyjum

Sif og co

Sif Sig (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:28

2 identicon

  Æ það verður sko gaman að hittast aftur og hlakka mikið til að knúsa bjútíbollurnar þínar, sem eru að sjálfsögðu þau öll, ekki hægt að gera upp á milli.

En ég er eitthvað ráðvillt með þetta þema ( 50 ) veit ekki alveg hvernig maður á að snúa sér í því en það hlýtur að koma. 

Hlakka til og vá tíminn styttist alltaf hehehe....cool.

 Kveðja Rósa og Ása

Rósa (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband