Jólin, jólin, jólin koma brátt......

jæja ég held að það sé kominn tími á að blogga smá héðan úr Bítlabænum enda kominn meira en mánuður síðan að hingað fór inn færsla.

hér fæddist lítill rauður persakettlingur þann 13 oktober

Við Alexandra köllum hann Nóa litla en hann heitir Fjalldrapa Once Where A Warrior

Fjalldrapa Once Where A Warrior

og svo þann 23 oktober fæddist annar persakettlingur, hann er að vísu ekki búinn að fá nafn hvorki

fyrir ættbók né svona hérna heima.

Fjalldrapa ???????

svo hefur fjölgað í fjölskyldunni en þessum fjórfættu fjölgar þó bara í bili.

þar sem við erum komin með einn hund þá ákváðum við að fá okkur bara annan til að veita hinum félagskap og auðvitað fengum við okkur annan Chinese crested og nakinn í þetta skipti. Hún Aldís í Practical Hero var svo yndisleg að treysta okkur fyrir öðrum hvolpi frá sér,, tíkin heitir Hera hérna hjá okkur en Practical Hero Butterfly Bride í ættbók. Hún er sko ekki minna æðisleg heldur en Hektor en hér er komin mynd af henni

Hera   

 

Rósa og Jósteinn komu í heimsókn um síðustu helgi, Alltaf jafn gaman að fá þau í heimsókn þó að tíminn sem þau gátu stoppað væri kanski helst til stuttur en þau komu til að ná í tvo siglufjarðargaura þá Brand og Kolgrím og svo fór Villimey til Akureyrar og Þengill fór til eyja í dag

Ísfólksgotið

Af okkur tvífættum meðlimunum er allt gott að frétta þannig séð, Allir hressir og heilbrigðir, þá er maður bara ánægður því það er sko ekki sjálfgefið. Okkur líður öllum svakalega vel hérna í Keflavík nema kanski einna helst einkasyninum en hann er nú kominn á þann aldur að hann getur þá bara flutt að heiman ef hann vill :) Litla barnið mitt bara blómstrar í skólanum og eru einkanirnar hennar hafa bara farið hækkandi sem segir nú ýmislegt,,,já það skiptir öllu máli að manni líði vel á vinnustaðnum eða í skólanum.

Helgi, Alexandra, Gabríel og ég

046

Litla Snúllan mín hún Alexandra var hérna hjá ömmu sín í næstum hálfan mánuð og vildi hvergi annarstaðar vera og fannst mér rosalega notalegt að hafa hana en svo kom auðvitað að því að mamma hennar vildi fá hana heim og ég er bara ekki frá því að það hafi verið jafnerfitt fyrir okkur báðar þegar að hún fór.

Hérna eru þau Alexandra og Sævar Óli að leika við afa sinn

031

Ég ákvað í síðustu viku að nú væri komið nóg af þessu skammdegi og fór í það að setja upp hjá mér jólaljósin og hjálpaði frumburðurinn mér við það svo nú er bara orðið nokkuð jólalegt og kósý hérna hjá okkur:) ég ætla nú samt að bíða aðeins með að setja upp allt jólaskrautið,,,fínt að fá ljósin.

jólin jólin jólin koma brátt.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh þið eruð sko bara flottust... !!!

Já ég var svakalega ánægð með ykkur þegar ég kom... búin að fá nóg af öllu krepputali... og þessi ljós birta líka aðeins upp inn í manni einhvernvegin.... hehe Gott að eiga kósý stund með ykkur í öllum ljósunum... Bara æði.

En málið er svo að eiga bara nóg fyrir smá pakka handa litlum krílum og að sjálfsögðu góðum mat.... held að þannig eigi jólin að vera án þess að gjörsamlega flippa eins og íslendingar hafa verið að gera undanfarin ár...

En vá hvað hann er Brandurinn okkar er svakalega mikil kelirófa... bara æðislegur " Eins og pabbi sinn " Bara spurning hvort hann verði ekki jafn heitur og mjúkur eins og sá gamli þegar hann stækkar....

Já og til hamingju með allra, allra nýjustu meðlimina !!

Knús knús á Elísabetu frá okkur og að sjálfsögðu líka á restina af familíunni... Byðjum voða vel að heilsa.

Rósa og rest

Rósa (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband