Færsluflokkur: Bloggar

Skyndiákvörðun !!!

Jamm til Hollands fer ég eftir c.a 4 tíma já þetta var bara ákveðið í dag og fengum við bara flug í fyrramálið eins og ekkert sé hahaha já maður er sko ekkert að dunda við hlutina :) Við ætlum að vera í 6 daga, 2 daga í Amsterdam og fara svo til Leen og Coby í 4 daga og ferðin aðallega hugsuð til að versla jólagjafir og svona, líka auðvitað bara til að komast aðeins í burtu :)

Annars er allt búið að vera svona frekar rólegt hérna hjá okkur þessa vikuna, Ég kíkti nú aðeins á Vallý í nýju íbúðina sem er bara rosalega fín, loksins komin í almennilegt húsnæði þessi elska :)

well well ég læt þetta nú bara duga í bili og lofa ykkur svo að heyra frá mér þegar að ég kem heim aftur

adios


laugardagurinn 10 november 2007

Ekki fékk ég nenin viðbrögð við síðustu færslu þar sem ég óskaði eftir draumráðningu hehehehe kanski bara kann enginn neitt í þessum efnum sem að ég þekki.

Héðan frá okkur er nú bara allt fínt að frétta þannig séð , um síðustu helgi þá var sannkölluð veisluhelgi, á föstudeginum þá var afmæliskaffi hjá Guðbjörgu sýstir og svo daginn eftir var skírn hjá Viktoríu og mömmu hennar, Hanna björg var þar skírnarvottur fyrir litlu Þórhildi Lísu. svo seinnipartinn þann sama dag var haldið upp á afmælið hjá tvibbunum hjá Guðjóni og Ingu Hönnu já svo sannarlega nóg að gera.

Gabríel skellti sér líka til kóngsins Köben síðastliðinn laugardag og er maður búinn að vera á nálum alla vikuna vegna þessa og kanski ekki alveg að ástæðulausu,, þeir fóru svo með lest yfir til Amsterdam en þurftu að skipta um lest í Þýskalandi, þar gerðust þeir svo djarfir að fara að leika sér á járnbrautarteinunum og auðvitað lentu þeir íþýsku löggunni fyrir vikið sem að sleppti þeim ekki heldur "passaði"þá og fylgdi þeim svo um borð í lestina sem þeir voru að fara í. nú svo hafði hann samband við mig í gær þá voru þeir fastir í Hamburg,,,, þeir sögðust hafa farið of snemma út úr lestinni hahahah þeir voru á leiðinni til köben hahahah jæja en einkasonurinn er þó allavegana kominn heim heilu á höldnu núna,, eða já til landsins en ég heyrði í honum  áðan og þá var hann bara fyrir utan flugstöðina hérna í Keflavík,,,guði sé lof.

Hanna og Helgi eru búin að finna sér íbúð sem að þau langar í, þetta er eldra húsnæði eða byggt árið 1939 þannig að það er nú eitthvað viðhald´á húsinu, ýmislegt sem að þarf að gera en ekkert sem þarf að gera áður en þau flytja inn nema mála og hitt getur beðið betri tíma eða þar til þau hafa beetur efni á því eins og að skipta um glugga á efri hæðinni og svona, en þetta er í tvíbýlis húsi og er þetta mimðhæðin og risið. og gaman að því að þau voru að komast að því áðan að ömmusystir hans Helga byggði þetta hús ásamt sínum manni og bjuggu þau þarna þar til fyrir 6 árum, þannig að húsið er bara að komast inn í fjölskylduna aftur.

vonandi bara að þetta gangi upp sem fyrst hjá þeim :


Flutningar.....og skrítnar draumfarir....vantar draumráðningu!!

Hér hefur allt verið bara í rólegheitunum undanfarna daga, en Hanna Björgin mín er haldin sömu strax veiki og mamma sín og tók hún ákvörðun um að flytja heim aftur með fjölskylduna sína og hana nú ,,,,það skyldi þá ske ekki seinna en strax, helst í gær þannig að það var farið í það á fullu að breyta öllu hérna og rútta til.
Við þurftum þá að endurskipuleggja allt hérna heima, allt í einu er stofan mín orðin eins og sýningarbás í Ikea sem er orðinn allt of lítill.
Ég var með svefnsófa inni kisuherberginu svona til að nota fyrir næturgesti en nú varð ég að troða honum í stofuna, ekki það að okkur vantaði svo sem fleiri sæti í stofuna fyrst að heimilismeðlimum hefur fjölgað en það er varla að hægt sé að segja að það sé mikið pláss fyrir hann,,, jæja þetta gengur nú allt saman og við verðum bara að vera dugleg að minna okkur á að þröngt mega sáttir sitja.
Þetta er nú líka bara tímabundið ástand því að þau stefna á að kaupa sér eigin íbúð,, eru búin að festa sér íbúð í njarðvíkunum sem er enn í byggingu og fá þau afhent í jún /júl á næsta ári.
ég er líka ánægð með að fá litlu rósadósina til mín aftur þannig að þetta er nú líka svolítið gleðiefni :)

Jii já svo dreymdi mig alveg ferlega skrítinn draum í nótt.. mér fannst Hanna vera nýbúin að eignast
5 bura, allt voru þetta strákar, við vorum eitthvað að vesenast með að hafa okkur til í 
einhverja útilegu á Þingvöllum en við vorum í einhverju húsi sem ég kannast ekki við.
Ég spurði Hönnu um það hvort  að hún væri búin að ákveða hvaða strák hún ætlaði að halda eftir
(það virtist voðalega eðlilegt að ætla ekki að eiga öll börnin sjálf)
já hún var búin að ákveða það og hafði valið barnið sem var með mesta hárið og var dekkst yfirlitum
hún var búin að nefna öll börnin en ég man ekki nöfnin nema á drengnum sem hún ætlaði að halda
og hann átti að heita einhverju skrítnu nafni að fyrra nafni en Gabríel að seinna nafni, en var samt eitthvað að spá í hvort að það væri asnalegt þar sem að hún ætti bróður með þessu nafni. nú svo förum við eitthvað útfyrir og sé ég þá að himininn er að verða alveg svartur, það kemur svört skýjahula yfir allt svo að ég spurði þá sem þarna voru hvort ekki væri búið að fylgjast með veðufregnum, við gætum ekki farið í útileguna þar sem þetta væri bara ávísun á það að það væri að koma brjálað veður... og þarna vaknaði ég..
hmmm ef að einhver getur sagt mér eitthvað um það hvað þetta þýðir endilega kommenta



Sýningin búin og gestirnir farnir

já og þá er bara að bíða eftir þeirri næstu :) en hún er í mars á næsta ári. Leen og Coby komu frá Hollandi þann 11 okt og fóru bæði fimmtudagurinn og föstudagurinn í að baða ketti og gera tilbúið fyrir sýninguna. svo var auðvitað sýning bæði laugardag og sunnudag. Kisunum okkar gekk alveg rosalega vel en stjarnan var ko alveg örugglega hann Fjalldrapa Lion Heart eða Bangsi eins og við köllum hann. Hann sko kom sá og sigraði hann var NOMENATED upp í úrslit og varð BIS (best in show) ungdýr (6-10 mánaða) og hann var BIV en þá er hann borinn saman við önur dýr í sama lit og það vann hann og svo voru borin saman BIS kettlingur,BIS ungdýr,BIS geldingur og BIS fullorðna dýrið í persunum og hann vann það líka,,,og svo komst hann í úrslit í feldhirðunni. ég gæti sko ekki verið ánægðari en ég hef aldrei náð svona langt á sýningu áður og ekki skemmir það fyrir að hann er úr minni eigin ræktun.

Hér kemur mynd af prinsinum með öll verðlaunin sín :)

bangsishow

 

Leen og Coby voru svo hjá okkur alla vikuna og gerðum við ýmislegt með þeim eins og að fara í Bláa lónið og fleira. Svo fóru þau á laugardagsmorguninn og þá með hana litlu Fjalldrapa Masking Beauty með sér. Við höfum nú tekið það svona að mestu rólega bara síðan að þau fóru og lítið gert hahaha enda búin að vera á fartinni í heila viku.

ætla að reyna að fara að gera eitthvað núna eins og að flytja til húsgögn og breyta svolítið :)


Ryksugan á fullu, étur alla drullu, trallalalla trallalalla

Hérna er allt á fullu þessa dagana að reyna að koma heimilinu í horfið, ég er svona að reyna að gera tilraun til extra þrifa , já svona síðbúna hausthreingerningu Blush það gengur nú svo sem ágætlega en ég hef samt tekið svona bara smátt og smátt, er ekki alveg týpan í að standa í þessu alveg á milljón í kanski 10 tíma í einu hehehehe þó að það sé nú alveg þörf á því að klára þetta sem fyrst.

Alexandra hefur ekki verið hérna í pössun í vikunni en samt komið á hverjum degi með mömmu sinni, hún er orðin svo mikill grallari að það hálfa væri sko miklu meira en nóg... henni finnst t.d rosalega gaman að stilla sér upp og láta taka af sér mynd og hér er t.d ein sem hún bað um sjálf

001

Þá skellir hún sér á gólfið, bíður eftir flassinu, stendur svo upp til að fá að sjá myndina á skjánum. Hún er auðvitað bara mesta krúslan.

Núna er kattasýningin á næsta leiti eða um næstu helgi svo að maður er svona að byrja að undirbúa, ég tildæmis baðaði Bangsa í gær og þarf nú samt örugglega að baða hann 1-2 x í viðbót fyrir sýninguna, hann er svo mikil subba þessi elska. En hina slepp ég nú sennilega við að baða fyrr en bara á fimmtudag eða föstudag.

Leen og Coby eru svo að koma á fimmtudaginn og erum við svona frekar spennt fyrir því og hlökkum mikið til, það er nú alltaf gaman að fá þau í heimsókn.

jæja þetta var bara svona stund á milli stríða, ég ætla að halda áfram að gera eitthvað hérna á heimilinuWhistling


nýr fjölskyldumeðlimur

Það varð smá breyting á fjölskylduhögum á sunnudaginn þegar að við tókum að okkur eina kisuna enn :) já þið eruð að lesa rétt en mér bauðst að taka að mér 2 ára gamla Maine Coon læðu, systir Bellu sem ég og gerði. Hún er voðalega hvekkt greyið og er ég bara með hana lokaða inn í mínu herbergi eins og er og ætla bara að fara rólega í það að kynna hana fyrir hinum kisunum.hún heitir í ættbók Eagle-Storm Cloe.

cloe 010

já finnst ykkur hún ekki sæt :)

Í dag komu Steindór og Svana í heimsókn með litla kútinn sinn ,,hann er svo mikið krútt að ég verð að setja inn mynd af honum líka.

007

Hann er svo agnarsmár, ég man ekki til þess að ég hafi séð eins lítið barn  en hann er æði.

jæja ég held að ég láti þetta nægja í bili

góða nótt


föstudagur 28 sept

Garðheimakynningin liðin eina ferðina enn :) þetta tókst nú allt rosalega vel og fengu kisurnar fullt af athygli bara svona eins og venjulega og allir ferlega þreyttir efftir helgina bæði menn og kisur :)

annars er bara allt fínt að frétta af okkur hérrna í árbænum, maður err komin með hellings tilhlökkun eftir sýningunni sem er núna í oktober og það verður nú sennilega ennþá meira gaman núna þar sem Coby og Leen ætla að koma til okkar og vera á sýningunni, þau koma þann 11 okt og verða til 20 okt. ég er nú samt með smá kvíða fyrir því hvað égg geti gert með þeim  þvþí að þegar að þau komu síðast fyrir 2 árum þá fórum við svo mikið hérna í kring, eins og Gullfoss og Geysir, Bláa Lónið , Reykjanes hringinn og snæfellsnes hringinn nú og þingvelli þannig að ef að mig langar til að sýna þeim eitthvað nýtt þá verðum við að fara svo svakalega langt að það tekur nú það langann tíma að maður verður eiginlega að gista einhverstaðar því ekki er hægt að skoða og ferðast allt á einum degi.    Ef þið hafið einhverjar hugmyndir endilega deilið því með mér :)

Elísabet vinnur og vinur ásamt skólanum og er rosalega dugleg, ég er alltaf að passa  litlu Alexöndru mína sem er auðvitað bara mesta krúttið í heiminum :) hún er rosalega dugleg, rífur og tætir alveg eins og hún fengi borgað fyrir það.

Nýja barnið er bara að standa sig nokkuð vel, það eina sem truflar samband okkar er að office pakkinn er ekki kominn en það stendur nú bara allt til bóta og ætti hann að vera kominn í Dellina í síðastalagi á morgun.

bið að heilsa ykkur í bili

adio

 


"Barninu" skipt út!!!

jæja þá hef ég fengið nýtt "barn" að hugsa um,, compaq´in var orðin lúin og uppfull af mis hagnýtu dóti svo mér var gefin Dell Vostro og hef ég verið mikið upptekin núna á annan sólarhring að flokka og færa þessa mishagnýtu hluti á milli "barnanna" minna Halo mér finnst nú samt svolítið erfitt að skilja alveg við compaq´ina, eiginlega orðin svolítið háð henni, Dellin er samt rosalega fín en tekur örugglega bara smá tíma að venjast henni, enda líka allt annað stýrikerfi sem ég þarf núna að reyna að læra á Blush

Héðan er bara allt fínt að frétta Gabríel í fínum málum eins og er,, með pabba sínum á sjónum og hann gerir þá ekkert af sér á meðan,, mig hryllti nú við í gær þegar að ég sá fréttirnar af þessu svakalega smyglmáli sem var upplýst,,úff ef að þetta hefði nú allt farið á götuna. Gróðra fíknin er alveg að fara með fólk,, hugsunin nær ekki út í það, hvað þessi efni hefðu getað drepið marga, hvað þetta hefði fengið marga í viðbót út í fíkniefni, hvað þetta hefði eyðilagt margar fjölskyldur í landinu og svo má lengi telja, nei það er gróðra fíknin sem dregur fólk áfram á asnaeyrunum.

Litla ömmuskottið er orðin eins árs, guð hvað þetta ár er búið að verea fljótt að líða,, mér finnst eins og hún hafi bara fæðst í síðustu viku eða eitthvað en auðvitað err alveg heilmikið búið að ske á þessu ári sem ég hef sem betur fer fengið að taka fullan þátt í, fengið að fylgjast með öllum framförum og jafnvel fengið að sjá nýja hluti hjá henni fyrst af öllum þar sem hún er jú hjá mér alla daga á meðan mamma hennarog pabbi eru að vinna.

Núna um helgina er ég að fara að vera í Garðheimum með kisur, það er kisukynnig og ég ætla að fara með 4 kisur og standa þarna bæði laugardag og sunnudag, þetta getur verið svolítið þreytandi því það kemur svo svakalega mikið af fólki en mér finnst þetta samt sem áður alltaf jafn gaman. Kynjakattasýningin er svo helgina 13-14 oktober og og er það einn af hápunktum ársins hjá okkur kisufólkinu og bíð ég alltaf jafn spennt eftir því, bæði til að sýna og fá dóma á kisurnar mínar og svo ekki síður til að hitta allt þetta kisufólk sem er svona álíka skrítið og ég og deilir áhugamáli.

jæja ég og nýja"barnið" látum þetta duga í bili og biðjum að heilsa ykkur hinum Wink


skírn og norðurferð

Þá er búið að skíra hann litla frænda minn,,litla bróðursoninn og fékk hann það fallega nafn Hannes Haukur og er það í höfuðið á langöfunum hans. eftir skírnar veisluna á laugardaginn skruppum við norður til Siggu og Jóns með tjaldvagninn í geymslu og stoppuðum þar yfir nótt fórum svo út á krók í kaffi til Dóru, það var voða gaman að koma til hennar svona óvænt eins og venjulega, hún verður alltaf jafn hissa, það mætti sko bara halda að hún þekkti mi bara ekki neitt hahahahaha. takk fyrir kaffið Dóra mín :))

Annars er bara allt fínt að frétta héðan og allt svona í rólegheitunum, Gabríel fór út á sjó í vikunni, mikið er ég nú fegin að vita af honum þar en ekki einhverstaðar út í bæ í einhverju rugli.

Sjöfn og Rúnar komu í heimsókn í morgun sem var auðvitað bara rosalega gaman.

af kisumálunum er allt fínt að frétta, ég tók syrpu fyrir helgi og baðaði, svona smá undirbúningur fyrir sýninguna sem verður í oktober, hér er fullt af breimi í gangi og aðallega þá læðurnar sem eiga ekkert að fara í kettlinga eign á næstunni hahahaha en hinar láta bíða eftir sér eins og venjulega.


Ekki að Standa mig

Nei ég greinilega ekki að standa mig í þessu blogg dæmi, ein færsla á mánuði er ekki nógu gott. Ekki það að það sé svona mikið um að vera hjá mér að ég þurfi að blogga mjög oft en sama er hahahaha. Það er nú svo sem ekki mikið að frétta frá okkur hérna a Árbænum, fórum í eina útileguna enn helgina eftir verslunarmannahelgina en svo var það bara komið gott því það er eiginlega orðið of kallt á nóttinni til að sofa í tjaldi, þá sérstaklega fyrir ömmurósina, enda bara komið gott 5 útilegur á einu sumri + ein utanlandsferð er það ekki bara fínt? Alexandra og ég höfum eytt unanförnum vikum mikið saman þar sem að mamma hennar er farin að vinna allan daginn og það finnst okkur sko ekki leiðinlegt og mér finnst þetta sko bara yndislegt að fá að vera svona mikið með litlu snúllunni minni sem ég elska alveg útaf lífinu, mér finnst hún auðvitað bara yndislegust af öllum , hún er farin að labba eins og herforingi þannig að maður stoppar varla eina einustu stund þegar að hún er hérna því hún er svo mikið á ferðinni. Nú eru þau (Hanna og Helgi) að velta fyrir sér að flytja til Njarðvíkur sem þýðir það að ég fer að missa meira af snúllunni minni og mér finnst það vægast sagt hræðileg tilhugsun,,ég veit ekki alveg hvernig það endar, ætli ég verði ekki þessi hræðilega mammma/tengdamamma og amma sem kem barasta til með að flytja inn á þau eða eitthvað, mér líður eins og þaau séu að fara að flytja til útlanda eða eitthvað. Æji kanski jafnar maður sig á því einhverntíman,,,,sennilegast en tilhugsunin er langt frá því að vera góð !!!!

Gabríel fór í meðferð á Götusmiðjuna og fór þaðan út á þriðja eða fjórða degi því honum fannst hann ekki eiga heima í þeirri meðferð heldur hentaði Vogur/Staðarfell honum miklu betur og fór hann þangað s.l fimmtudag en ekki var Adam lengi í Paradís og kom hann heim á laugardaginn aftur því að hans sögn lögðu hjúkkurnar hann í einelti (je sure) þannig fór sem sagt um hans meðferðarprógramm. Nú segist hann bara ætla að fara á sjó með pabba sínum efað hann kemst um borð, það er vonandi að það endist eitthvað hjá honum blessuðum en ég veit þó það að ég er að gefast upp á þessu veseni í honum.

Elísabet er byrjuð aftur í skólanum eins og vera ber og er bara nokkuð ánægð´, hún fékk allt það sem hún hafði valið sér í valfögunum og var auðvitað hyper ánægð með það, hún er líka byrjuð að vinna í Krónunni hérna úti á höfða og líkar það rosalega vel en er auðvitað frekar þreytt eftir vinnuhelgina en það kemst nú sjálfsagt upp í vana ef að hún heldur þessu áfram.

Sjálf er ég að stússast í kisunum alveg á fullu eins og venjulega, núna er að koma að haust sýningunni og er ég búin að skrá 7 ketti þannig að það verða engin rólegheit í kringum það allt saman frekar en venjulega, Leen og Coby ætla að koma til okkar 11-20 oktober og verða þaraf leiðandi með okkur á sýningu sem verður eflaust rosalega gaman. ég er svona að fara að byrja að undirbúa kisurnar fyrir sýninguna með böðun og svoleiðis ásamt því að vera svo að passa alla daga og veislu höld næstu 2 helgar þannig að ég sé ekki fram á annað en að það verði bara brjálað að gera.

En ég verð að reyna að fara að verða svolítið duglegri að blogga svo að ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra í bili

Adios


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband