Færsluflokkur: Bloggar
6.8.2007 | 21:46
Loksins komin heim
Jæja þá er maður loksins komin heim, þetta hefur verið svolítið langur tími en við fórum til Spánar þann 19 júlí og komum heim 2 ágúst (eiginlega þann 3 því við lentum rúmlega eitt um nóttina) og svo fórum við í djúpavatn eftir hádegi þann 3 ágúst og vorumm að koma heim.
Það var æðislegt út á Spáni og vakti litla Alexandra Nótt svaka athygli hvert sem við fórum, hún lék trúð allan tímann. við vorum kanski pínu hrædd um að hitinn færi illa í hana en það var öðru nær því hún varð bara dösuð og svaf mikið svo þetta var bara ekkert mál.
Á afmælisdaginn hans Sævars þann 20 júlí fæddist svo litli strákurinn hans Óla bróður eftir mikla bið eða c.a 16 á eftir áætluðum degi og var hann tekinn með keisara þar sem han harðneitaði að koma út :)
myndir frá Spánarferðinni eru hérna http://www.thinkpink.blog.is/album/benidorm2007/
Það var líka rosalega fínt í Djúpavatnsferðinni, fengum bara ágætis veður. frekar hvasst framan af en auðvitað lygndi um síðir en mesta veiðin var samt í rokinu hahahaha. myndir frá Djúpavatni eru hér http://www.thinkpink.blog.is/album/djupavatn2007/
jæja ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra í bili enda frekar þreytt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 12:49
Kettlingarnir fæddir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 01:23
Skammast mín....
Já ég skammast mín nú svolítið fyrir hvað ég hef verið löt við að blogga, það er kominn heill mánuður síðan síðast.
það hefur nú svo sem ýmislegt skeð síðustu 4 vikur eins og t.d fjárfestum við í gömlum tjaldvagni og erum búin að fara í útilegu 3 helgar í röð sem er búið að vera bara rosalega gaman, það er enginn smá munur að fara í útilegu þegar að maður þarf ekki að sofa í gamla góða tjaldinu. Fyrst fórum við á þingvelli og var það jafnframt fyrsta útilegan hennar Alexöndru og fannst henni þetta bara rosa fjör helgina á eftir fórum við í Þórsmörk með mömmu og Pabba, Guðbjörg, Axel og strákunum, Hönnu, Helga og Alexöndru og svo Lenu og Dóra (vinafólk m & p) það var rosalega gaman enda hef ég ekki komið þangað síðan ég var c.a 4 ára nú helgina þar á eftir fórum við í Þrastarskóg, sama gengi og helgina á undan nema Lena og Dóri. það var nú heldur betur fjör þar og ýmislegt sem gekk á þar á tjaldstæðinu, miklar heimiliserjur í næsta tjaldi á föstudagskvöldinu svo að það þurfti að kalla til lögreglu og svo á laugardagskvöldinu var bíll eyðiagður á bílaplaninu svo aftur þurfti lögreglan að koma,,, þetta var nú eitthvað fyrir hann Gabríel minn hahahaha nóg að gera í að fylgjast með þessu öllu.
Nú talandi um Gabríel þá er hann búinn að samþykkja meðferð í götusmiðjunni og erum við búin að fara í viðtal niður á barnaverndarnefnd og er hann kominn með umsókn í kerfið, hún sem sér um hans mál þar ætlar að gera það sem hún getur til að ýta á eftir þessu öllu svo að hann komist inn um leið og það opnar aftur eftir flutninginn eða c.a þann 22 júlí sem þýðir þá líka að hann kemur ekki með okkur til Spánar en það var nú reyndar ákvörðun sem að hann tók sjálfur þannig að við ákváðum að bjóða Tönju með okkur á hans miða og eins og gefur að skilja vakti það enga smá lukku. Gabríel lenti í lögreglunni um síðustu helgi en þá voru hann Frissi og Fannar teknir upp á Hvaleyrarvatni, með fíkniefni í bílnum þannig að ég var köllu á lögreglustöðina í Hafnarfirði kl 5 á sunnudagsmorguninn til að vera viðstödd yfirheyrsluna og ég var nú ekkert rosalega kát með það, en hann á nú von á einhverri sekt þar sem hann viðurkenndi að hann hafi átt hluta af efninu sem fannst....... úff ætlar þetta aldrei að taka enda.....
Við erum líka búin að fara nokkrum sinnum til Guðbjargar og Axels. Núna erum við Guðbjörg að rífa upp hluta af lóðinni hjá henni til að undirbúa matjurtargarð fyrir næsta sumar, mér finnst þetta rosalega gaman og ég held að mér hafi tekist ágætlega til með að smita hana af þessari vitleysu í mér hahahahahah en í fyrra dag náðum við að rífa upp grasið og grófjafna aðeins og setja niður staura í girðingu í kringum ní svo þarf að smíða girðinguna og fá góða mold, þetta verður örugglega rosalega gaman næsta sumar,,setja niður kartöflur,gulrætur og fleira :)
´jæja nú eru ekki nema 12 daga í spánarferðina og allir orðnir svolítið spenntir, ég er svolítið kvíðin því fjármálin eru ekkert alveg upp á sitt besta núna þar sem Sævar hefur verið atvinnulaus í nokkrar vikur og hefur þess vegna varsjóðurinn minn étist upp í heimiliskostnaðinn, skipið hefur verið í slipp og það hefur dregist núna um c.a viku þannig að hann nær sennilega bara einum túr fyrir ferðina en þetta reddast nú vonandi allt saman.
það er brjálaði fjölgunarmánuðurinn núna hahahahaha Júlla átti strák um daginn (3 vikum fyrir tímann) nú svo er mamma hennar Viktoríu líka búin að fá strák (4vikum fyrir tímann) Viktoría og María eru komnar á tíma og eru bara að bíða og svo er það Dóran mín sem á einhverjar 3 vikur eftir þannig að það fjölgar heldur betur í kringum mann núna.
jæja ég er að spá í að hætta þessu röfli núna og vona að ég verði nú aðeins duglegri að koma hérna inn með smá fréttir af mér og mínum :))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 23:38
lítið að frétta
Frá okkur hérna í Hraunbænum er bara allt ágætt að frétta, Elísabet er búin í skólanum og fékk einkunnirnar sínar í morgun, ég var svo sem ekkert rosalega sátt við þær þannig séð en jú jú þær voru ágætar málið er bara að ég veit að hún getur betur. hún byrjar svo í vinnuskólanum á mánudaginn en byrjaði í gær að passa fyrir Svönu og ætlar hún að vera í báðum störfunum þar til við förum út til Spánar eða þann 19 júlí. Gabríel hefur haldið sig að mestu heima við undanfarna daga og ég er búin að ná loksinsí hana Helgu hjá barnaverndarnefnd og bjóst hún við að hann kæmist inn á götusmiðjuna um miðjan júlí, ég ætla bara rétt að vona að það náist áður en við förum út svo að þetta verði nú ekki eitthvað svaka mál, ekki fær hann að vera hérna einn heima.
Alexandra er byrjuð í pössun hérna hjá henni ömmu sinni og er það bara svaka fjör enda erum við svaka góðar vinkonur þessa dagana, við vorum að vísu bara hérna heima í morgun því snúllan var svo slöpp og algerlega raddlaus og svo fór hún til læknis eftir hádegi og kom þá í ljós að hún var með svona svakalega barkabólgu og var farið að þrengja að í hálsinum þannig að hún átti erfitt með öndun,,(var með hvæsandi öndun) en hún fékk stera hjá doksa og var hún strax orðin mun betri núna í kvöld. Við vorum að spá í að kíkja í heimsókn til Vallý og Amy í fyrramálið og lofa afanum bara að sofa aðeins hann er orðinn svo gamall greyjið að honum veitir sko ekki af, kominn með gleraugu og alles
lov u all
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 11:41
langt síðan síðast
já ég hef sko ekki verið sú duglegasta upp á síðkastið að skrifa hérna inn enda kanski ekki svo mikið að ske hérna hjá okkur.
við skruppum norður í skagafjörð til siggu og jóns síðastliðinn mánudag og stoppuðum´fram á föstudag, ætluðum að vera fram á sunnudag en sævar var kallaður á sjó þannig að við þurftum að bruna í bæinn. þetta var rosalega fínt og sævar var rosalega ánægður með að komast loksins í sveitina, hann elskar þetta sveitastúss, ekki það að mér finnist það eitthvað leiðinlegt :))
Hanna var hérna heima á meðan og hugsaði um kisurnar fyrir mig á meðan og það gekk bara rosalega vel en henni fannst þetta soldið mikil vinna hahahaha.
Ég kíkti aðeins óvænt á Dóru Maggý á þriðjudaginn hahaha það er alltaf svo gaman að mæta bara hjá henni og sníkja smá kaffi,, hún ætlar held ég aldrei að læra það hvernig ég er og bregður alltaf jafn mikið hahahaha já hún er sko orðin myndarleg enda ekki nema einhverjir 2 mánuðir eftir þar til hún verður orðin 4 barna móðir :)
ég ætlaði nú alltaf að ná því að kíkja á hana aftur áður en ég færi suður en það kom svo óvænt að við þyrftum að fara að það náðist ekki,,,, sorrý Dóra mín, ég kem bara aftur seinna í sumar þá verður þú komin í frí svo að það ætti ekki að vera neitt mál.
over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2007 | 19:56
Týndi sonurinn...
kominn heim loksins, eftir 14 daga útiveru og engin svör frekar en vanalega þegar maður spyr. nú hann er bara búinn að vera hér og þar,, hann er bara búinn að vera að gera hitt og þetta já sem sagt engin almennilega svör..
Við vorum að passa litlu ömmustelpuna á laugardagskvöldið og kíktum suður í hafnarfjörð til mömmu og pabba með hana en litla daman var ekki hress með þá heimsókn og vildi ekkert af fólkinu á Arnarhrauninu vita, grenjaði bara á þau þannig að við fórum bara aftur heim eitthvað rúmlega níu. Ég þurfti svo að rugga henni í svefn því daman var sko ekki á því að fara ein að sofa inn í rúmi hahaha og svo var það auðvitað rise and shine kl 5 á sunnudagsmorguninn hahaha já hún kann sko lagið á þessu prinsessan og auðvitað skreiddist amman á fætur með snúllunni til að fara fram að leika og borða morgunmat.
Þá er draumurinn hans Sævars orðinn að veruleika svona að hluta til,,, hann er loksins kominn á fullorðinn jeppa, eins og hann kallar það, en við keyptum gamlann Pajero jeppa á sunnudaginn sem er alveg draumur í dós að keyra á miðað við hræið sem við höfum verið að skottast á en fordinn er svo mikið bilaður að það tekur því ekki að gera við hann svo við höfum verið að nota suzuki jeppann sem sævar keypti til að nota sem vinnubíl en það er varla hægt að kalla það bíl hahahahaha. En allavega þá er hann nógu stór til að maður getur verslað í matinn og tekið það heim í einni ferð hahaha það er eitthvað meira heldur en hægt er að segja um súkkuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 11:37
jæja
þá eru kettlingarnir loksins fæddir hjá Lovely,, fæddust síðastliðið sunnudagskvöld,,3 stelpur og 2 strákar já takk fyrir takk 5 stykki , það er nú ekkert smá þegar að litið er tilþess að það eru einungis 4 mánuðir síðan að hún gaut síðast og þá einnig 5 stykkjum. ÞAð er engin smá frjósemi í gangi hjá henni.
Nú eru liðnir heilir 12 dagar síðan að Gabríel lét sig hverfa,, úff þetta er ekkert smá erfitt þó að maður reyni svona aðeins að brynja sig gagnvart þessu, ég reyndi að ná í barnaverndarfulltrúann hana Helgu Einars í morgun til að reyna að fá einhverja aðstoð með drenginn en þá er hún í fríi þar til 2 mai, ég verð bara að reyna að anda rólega þar til þá, spurning um að reyna að koma honum inn á götusmiðjuna eða eitthvað áður en hann verður 18 ára því eftir það get ég svo sem ekkert gert.
Alexandra Nótt var hérna hjá okkur yfir nótt frá sunnud-mánudags, hún var svolítið erfið þessi elska og skildum við ekkert í þessu, hún vildi ekkert borða og var bara mjög pirruð en svo fékk hún hita og allt saman á manudeginum en ástæðan kom svo í ljós á miðvikudaginn,,,það var að koma tönn og um leið og það kom ogguponsu gat í góminn (á stærð við títuprjónsgat) þá voru veikindin á bak og burt og hún fór að borða aftur eins og herforingi og brosti sínu breiðasta :)
nú er ég að fara með kettlingana mína í seinni sprautuna í dag og svo fara þau að fljúga úr hreiðri hvað á eftir hverju,, litla bláa ætlar að flytja alla leiðina á Seiðisfjörð og Last Chance ætlar að búa á Selfossi og jafnvel bróðirinn hann Kerstman en það ætti að koma í ljós í dag eða á morgun. Mér finnst það svo æðislegt ef að þau fá að fara 2 saman, ég held að það sé bara svo miklu auðveldara fyrir þau að venjast nýju heimili og svoleiðis þegar að þau hafa líka hvort annað.
jæja ég bið að heilsa ykkur í bili sem eruð að kíkja hérna inn á mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 12:07
Ein í Heiminum....
Já mér líður svolítið þannig þessa dagana hahahahahaha þó ekkert neikvætt. þetta er kanski ósköp eðlileg líðan þegar að börnin manns eru að flytja að heiman, þá er allt í einu svo tómt hérna heima. mest sakna ég þó hennar Lexu pexu svo að ég held að það fari að koma tími á að ég bara sæki hana og hafi hana yfir nótt enda ekkert mál núna þar sem ég fór í síðustu viku og keypti handa henni rúm, sæng,kodda og sængurvera sett, nú er hún með allt til alls hjá ömmu sinni
Elísabet er líka lítið búin að vera heima, mikið upptekin af öllum vinunum eins og gefur að skilja. Nennir sko ekki að hanga heima yfir mömmu gömlu. Gabríel minn ætlar sko ekki að gera það endasleppt,,,, hann var byrjaður í vinnu, fékk vinnu í krónunni og líkaði ágætlega að eigin sög svo að ég var bara nokkuð ánægð með strákinn og vonaði auðvitað að þetta myndi nú endast eitthvað lengur en vanalega en nei maður má vist ekki byggja upp neinar skýjaborgir með drenginn. ég hef ekki heyrt í honum núna í viku, ég veit ekki betur en að hann hafi mætt í vinnuna á mánudaginn síðastliðinn en svo hef ég hvorki heyrt né séð af honum síðan. Ég ákvað að vera ekkert að hringja í hann fyrst að hann svaraði mér ekki á mánudagskvöldinu en pabbi hans hefur víst eitthvað verið að reyna að ná í hann en hann svarar ekkert símanum, ég segi samt eins og ég hef sagt áður að ég veit að hann er á lífi á meðan að vinir hans eru ekki að hringja hingað heim og spyrja um hann,,þá er hann greinilega með þeim eða þeir vita allavegana hvar hann er að finna.
Ég sit enn og bíð eftir því að Lovely gjóti en ekkert bólar á því, ég er farin að halda að hún ætli að ganga með eins og beljan eða í níu mánuði en ekki níu vikur. ég veit svo sem ekkert hvenær þetta á að koma hjá henni þar sem þetta var svona leyniskot sem enginn vissi af fyrr en hún var komin með bumbu þannig að sennilega er hún bara ekkert komin á tíma hahahahaha en hún er orðin alveg svakalega sver og maður sér hreyfingu á kettlingunum í margra metra fjarlægð hahahahaha.
já þá er loksins komið sumar samkvæmt almanakinu en hvort að það eigi eftir að koma eitt eða tvö hret í viðbót veit maður ekki en það kæmi nú ekki á óvart,,,þar sem aldrei er hægt að treysta neinu þegar kemur að veðri hérna í þessu banana lýðveldi sem við búum í.
en sama er Sumar og sólarkveðja til ykkar allra.......knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2007 | 15:36
kominn tími á blogg??
já ég held að það sé alveg kominn tími á smá færslu hérna enda hef ég sko ekki verið sú duglegasta upp á síðkastið en hérna hefur verið ýmislegt í gangi. Elísabet fór Vestur yfir páskana eins og ég gat um í síðustu færslu og hún skemmti sér alveg ágætlega en ég held að hún sé samt alveg læknuð af "að flytja á Ísafjörð" veikinni hún komst að því að þetta væri frekar dauður bær þrátt fyrir að hún hafi verið þarna á þeim tíma sem mest er um að vera hahahahaha en já auðvitað er hún líka bara búin að missa öll tengsl við krakkana sem hún þekkti þarna. Hún var allavegana rosalega ánægð að koma heim, enda komin með heimþrá. Ég og Gabríel höfðum það alveg extra rólegt um páskana enda bara 2 heima og ég nennti ekki einu sinni að elda svo að uppistaðan í fæðinu hjá okkur þessa daga var brauð, súrmjólk og/eða skyr.is en svo fórum við í mat til mömmu og pabba á páskadag og það var æði, þar hittist öll fjölskyldan og borðuðum við æðislegan mat saman, Hanna og Helgi komu óvænt einum degi fyrr úr sumarbústaðnum svo að þau komu líka í matinn :) æji ég er nú ekki frá því að ég hafi verið farin að sakna hennar Alexöndru þó að hún hafi bara verið í burtu í 3 daga og ég var svo glöð að sjá hana aftur. Ég gæti sko bara ekki hugsað mér lífið án hennar í dag hún er bara mesta ömmuyndið :)
Sævar kom í land á þriðjudaginn og á miðvikudaginn þá tilkynnti Hanna Björg okkur það að þau væru að spá í að flytja heim til foreldra Helga........ þetta var smá sjokk en hún sagði að þau myndu gera þetta bara í rólegheitunum og flytja kanski eftir 1-2 vikur en þar sem hún þjáist af sömu strax veikinni og mamma sín þá var hún auðvitað flutt með flest sitt hafurtask á fimmtudagskvöld!!!! Ég held að þetta verði soldið erfitt ef að hún verður ekki dugleg að koma til okkar með litlu snúlluna okkar, ég á eftir að sakna hennar svo svakalega.
Ég ákvað að nota þá bara herbergið sem hún var í undir kisu búrin og það dót sem fylgir köttunum og svo er ég að spá í að ná í svefnsófann minn til mömmu til að hafa þarna inni líka því þá eta þau öl komið og gist hjá okkur þegar að þau vilja, ég ætla líka að verða mér úti um rimlarúm og matarstól til að hafa hérna heima svo að við höfum alla aðstöðu til að taka litlu dúlluna okkar í heimsókn. þanig að núna er ég bara að reyna svona að gera þetta fínt í rólegheitunum og búa til smá horn inni í mínu herbergi fyrir rimlarúmið og svona.
af kisumálunum er það að frétta að ég átti voná 2 gotum núna á næstu dögum, Lilac átti að gjóta einhverntíman um helgina og byrjaði hún í gær,, það fór að blæða frá henni og hún var mjög óróleg ég fór að sofa einhverntíman seint og síðarmeir þegar ekkert virtist vera að ganga en svo í morgun þegar að ég vaknaði þá var hún búin að skila af sér 2 tómum líknarbelgjum en ekkert meira þannig að ég er bara ekkert svo viss um að það sé eitthvað meira í henni en hún er að vísu frekar óróleg ennþá en engir samdrættir eða neit hjá henni. Lovely á líka að fara að gjóta einhverntíman á næstu dögum og var ég eiginlega að vona að hún kæmi bara með þetta á svipuðum tíma svo að ég gæti þá allavegana látið Lilly taka að sér einnn eða tvo frá lovely en já ég fæ víst engu um þetta ráðið og Lovely er ennþá bara í rólegheitunum og er ekkert að stressa sig yfir lífinu og tilverunni.
PS: María takk æðislega fyrir kommentið við síðustu færslu, já þetta þunglyndi getur verið alveg helvíti á jörð og skilur það enginn nema hafa reynt það af eigin raun en núna er þetta allt á uppleið hjá mér og mér líður mun betur núna enda komin á lyfin mín aftur og tek þau samviskulega :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2007 | 12:46
5 apríl 2007 skírdagur
Það er nú búið að vera eitthvað lítið í gangi hjá mér núna undanfarið svo að ég hef verið svona að mestu bara í rólegheitunum. Mér er farið að líða mun betur sjálfri enda komin á lyfin mín aftur og þau loksins farin að virka en það er nú enginn smá tími að bíða í 3-4 vikur eftir virkni en sem sagt þetta er allt í áttina. ég er að vísu ekki farin að fara mikið út ennþá en það svona kemur held ég með tímanum.
helvítis Þvottavélin gaf upp öndina um síðustu helgi svo að við fórum í það að kaupa nýja,, þetta er held ég 5 þvottavélin á 7 árum og ég er sko alveg búin að fá nóg, nú keyptum við splunku nýja vél í Elko og ég keypti á hana auka tryggingu þannig að ef eitthvað kemur fyrir hana næstu 5 árin, sama hvað það er þá fáum við það bætt okkur að kostnaðar lausu.
af kisumáluum er það að frétta að Lilac á von á sína fyrsta goti núna um miðjan apríl og svona óvænt komst ég að því að Lovely á sennilega von á sér líka ,, allt í einu er hún bara komin með svaka bumbu,, það er ekkert rosalega sniðugt þar sem hún er nýbúin að eiga kettlinga og þeir eru ekki nema 14 vikna, og til að gera þetta enn verra þá hef ég auðvitað ekki hugmynd um það hvenær hún á að gjóta því ég veit auðvitað ekkert um það hvenær fressinn fór á hana,, þau hafa greinilega farið að þessu með mikilli leynd því enginn á heimilinu tók eftir einu né neinu. bót í máli er þó að ég var bara með einn ógeldann högna á heimilinu þannig að það er allavegana ekkert vafamál hver er pabbinn hahahahaha. Hún er þá að koma með 4 gotið sitt á 2 árum sem þýðir að ég þarf að fara að vesenast í að fá undanþágu hjá ræktunarráði til að fá ættbækur á þetta got. ekki gaman.
ég er ennþá með 2 óselda kettlinga hérna heima svo að ég hugsa að svona á næstunni verði ég að fara að auglýsa þau, þau eru bara æðisleg bæði tvö svo kúrin og skemmtileg en þó rosalega róleg þannig að ég finn nú svo sem ekkert fyrir þeim og finnst sko ekkert leiðinlegt að fá að hafa þau aðeins lengur.
Elísabet fékk Ísafjarðar ferð í fermingargjöf frá Vallý og Tönju og fóru þær vinkonurnar vestur á síðastliðinn föstudag og ætla að vera yfir alla páskana hjá Amelíu það er víst svaka fjör hjá þeim, Sævar fór á sjóinn í fyrrakvöld og verður á sjó yfir páskana, Hanna, Helgi og Alexandra eru í húsinu hjá Tengdaforeldrum Hönnu núna en ætla að kíkja um helgina í sumarbústað til þeirra þannig að við Gabríel erum bara 2 heima yfir alla páskahelgina, ég var ekki alveg að sjá fram á að ég nennti að fara að elda eitthvað fínt fyrir okkur 2 á páskadag svo að ég hringdi í pabba og mömmu og betlaði út matarboð fyrir okkur :)
á morgun er föstudagurinn langi, hmmm ég er fædd á föstudeginum langa árið 1970 á ég þá ekki svona semi afmæli á morgun hehehehhehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)