Færsluflokkur: Bloggar

fermingin yfirstaðin

jæja þá er loksins komið að því að blogga smá en það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér núna undanfarið. Litla barnið mitt var að fermast núna á sunnudaginn (25.03.2007) og gekk það allt saman eins og í sögu, við vöknuðum snemma og Hanna greiddi henni (hún var svakalega fín um hárið) og svo drifum við okkur í ljósmyndun og við tókum Bellu með og voru teknar nokkrar myndir af þeim saman. svo var farið heim og beðið eftir því að athöfnin ætti að byrja,,, sem sagt allt í mestu rólegheitum en þó með smá kvíða fyrir því að það átti að ferma heil 30 börn svo við vorum hrædd um að athöfnin myndi taka allan daginn en sem betur fer þá gekk þetta nú alltsaman frekar fljótt og athöfnin tók ekki nema c.a 90 mín. þá tók við smá bið aftur því við máttum ekki koma í salinn fyrr en 16.30 vegna þess að það hafði verið veisla fyrr um daginn. við mættum stundvíslega til að koma fyrir smá skraut sem hefði samt ekkert þurft því allt var þetta svo flott, fullt af flottum blómum og svoleiðis. Gstirnir voru að tínast inn alveg til að verða 6, það var boðið upp á forréttarhlaðborð, aðalréttarhlaðborð og svo kökur í eftirrétt og var þetta allt saman bara stórglæsilegt og erum bæði við og fermingarbarnið himinlifandi yfir því hvað þetta tókst allt saman vel og hvað þetta var flott og gott, gestirnir töluðu líka um það hvað þetta hefði verið flott svo að maður getur ekki annað en verið ánægður. Ég er líka þvílíkt fegin að vera búin með þennan pakka, búiin að ferma síðasta barnið :))))

en veisluhöld voru ekki búin þó fermingin væri yfirstaðin,,, ég átti afmæli á þriðjudaginn svo að það var bakað þann daginn og heitur brauðréttur settur í form enda kom fullt af fólki til mín um kvöldið :)) takk fyrir mig!!


...

jæja undanfarnir dagar hafa nú gengið svona upp og niður þó aðallega niður ,,, ég er nú samt búin að fá smá hjálp, Vallý vinkona ýtti á eftir mér að fara nú loksins til læknisins til að fá lyfin mín aftur og þegar að ég kom inn til hans þá bara grenjaði ég eins og smákrakki. Hann lét mig fá lyfseðil upp á lyfin mín, þau sömu og ég hef verið á en að auki lét hann mig á einhver kvíðastillandi/róandi til nota með á meðan þunglyndislyfin eru að byrja að virka því það tekur heilar 3-4 vikur. Hann vildi helst leggja mig inn en ég sagðist ekki hafa tíma í það þar sem ég væri að fara að ferma og yrði að reyna að standa mig gagnvart því. Þegar að ég kom heim tók ég eina töflu af hvoru og ég varð eiginlega bara uppdópuð af þessum kvíðastillandi lyfjum svo að ég veit ekki hvort að ég kem nokkuð til með að nota það, reyni ekki bara að þrauka þar til hitt fer að virka. Ég vil ekki vera dofin og skrítin í hausnum og bara sofa.

Systur mínar komu hingað til mín á þriðjudaginn, þær eru yndislegar, þær buðust til að hjálpa mér með það sem ég treysti mér ekki í og það met ég mikils þar sem ég er varla fær í að hugsa um sjálfan mig þessa dagana.

svo er það enn eitt kvíðakastið núna,,það er sýning um helgina og það er rosalega mikið áreiti en hún Hanna mín ætlar að vera mín stoð og stytta um helgina og líka að hjálpa mér að baða núna í dag þá ketti sem eiga að fara, án hennar gæti ég ekki farið á þessa sýningu það er alveg á hreinu og það hefði verið grátlegt að vera búin að borga þessi sýningargjöld og geta svo ekki komið.

Ég get ekki sagt að mér sé farið að líða eitthvað betur en hugga mig þó við það að vera byrjuð á lyfjunum aftur sem þýðir að betri líðan er á leiðinni og ég verð bara að halda fast í það. Nú ætla ég að reyna að koma mér af stað í að byrja ð baða svo að ég verði einhverntíman búin að því.


tilgangslaust líf.

Þetta var stutt gaman hjá stráknum mínum,, hann fór út snemma í gærdag og var ekki enn kominn heim í morgun þegar að ég vaknaði en hfði sent mér skilaboð um kl 6 í morgun, þóttist hafa sofnað heima hjá einhverri stelpu. Ég vissi að hann var að  ljúga að mér, skilaboðin voru ekki skrifuð af honum, það sá ég strax og þetta símanúmer sem hann sendi skilaboðin úr voru ekki úr síma þeirrar stelpu sem hann þóttist vera hjá. Hann kom heim hérna milli 9 og 10 í kvöld og hann reyndi svo sem ekki mikið að þræta við mig og viðurkenndi að hafa fengið sér bjór í gærkvöldi þannig að hann er sem sagt kolfallinn og það á fjórða degi,, bæði lýgur hann og neytir vímugjafa en honum fannst það nú ekkert tiltökumál þar sem þetta var nú "bara" bjór.

Þó að ég hafi alveg gert mér grein fyrir að þetta væri stór möguleiki þá brást eitthvað innra með mér,,ég varð svo sorgmædd yfir þessu því auðvitað hafði ég gleymt mér í bjartsýninni með hann.

En þetta er bara enn ein sönnunin fyrir mig um það að allt sem ég kem nálægt mistekst og og það er ekkert nema niðurbrot, dag eftir dag mánuð eftir mánuð,, Ég er búin að sætta mig að þetta er bara tilgangslaust líf


læst síða

já ég ákvað að læsa síðunni minni. hérna er ég mikið að skrifa um persónuleg málefni sem tengjast jafnvel ekki bara mér einni og auðvitað á ég kanski ekkert með að vera að segja frá því sem er að ske í lífi annara og tala nú ekki um ef að það er eitthvað viðkvæmt. þess vegna ákvað ég að læsa bara síðunni og þá get ég haldið áfram að skrifa það sem liggur á mér hverju sinni án þess að vera hrædd um að einhver ókunnur sem kanski er bara að hnýsast í persónuleg málefni okkar hérna. ég kem til með að gefa þeim lykilorðið sem mér finnst eiga eitthvað erindi hingað inn og já svona nánustu vinum og fjölskyldu.

Gabríel er kominn heim af Staðarfelli, honum líkaði dvölin vel og er bara nokkuð ánægður og mjög vel upplýstur finnst mér, það eina sem vantar er kanski dug til að fara og leita sér að vinnu, það er allt í sama horfinu og áður en hann fór í meðferðina. Kanski var ég bara búin að gera mér of háleitar hugmyndir um það hvernig hann yrði þegar að hann kæmi heim. Auðvitað er ég samt glöð með hversu jákvæður hann er og virðist vera í góðu jafnvægi,,,alls ekki misskilja mig með að hann sé ómögulegur af því að það er ekki allt eins og ég "vildi" að það yrði.

þetta er nú kanski líka bara líðan mín sem gerir það að verkum að ég er frekar neikvæð. Mér er búið að líða eins og búi í helvíti núna undanfarnar vikur og hefur þessi síðasta verið einna verst. Ég er mikið búin að vera að pæla í hver tilgangur minn sé hérna á þessari jörð, allt sem ég geri er vitlaust,  og ég á ekki skilið að eiga þessi börn mín að þar sem ég get ekki staðið mig í því hlutverki sem ég á að standa mig í. Ekki það að þetta sé einhver ný líðan því ég hef nú yfirleitt alltaf verið svarti sauðurinn þannig að tilganginn er ég ekki að sjá,,ómögulega.

Ég er bara svona hálfpartinn lifandi dauð, og svo á litla barnið mitt að fermast eftir c.a 3 vikur og ég er eiginlega ekki búin að gera neitt, enda varla til orka í að gera nokkurn skapaðann hlut nema liggja inni í rúmi og grenja eða eitthvað. Ég dreif nú samt loksins í því í dag að prenta út þessi blessuðu boðskort og koma þeim í umslag með frímerki en svo er annað að koma þeim út á pósthús.

Ég veit ekki hvernig ég á að fara að því að standa í þessari blessuðu veislu og smæla framan í liðið þegar að ég er í svona ástandi,,, þetta er víst eitt af því sem ég hef bara ekkert val um, því miður


Ofnæmi,,,,verst á Íslandi ?

Til Hamingju með Afmælið Dóra Maggý!!!! Þá er farið að styttast í fertugtCool

 Rosalega er skrítið hvað margir íslendingar eru komnir með ofnæmi nú til dags,, maður er farinn að halda að það sé eiginlega meira u andlegt ofnæmi heldur en hitt. Litla Alexandra fór í ungbarna skoðun í gær og var með smá kvef þannig að ekki var hægt að sprauta hana en auðvitað kom hjúkkan inn á að það gæti nú verið útaf köttunum sem hún væri með kvef,,, Barnið er búið að vera mjög frískt allt sitt stutta líf og verið innan um ketti allan tíman svo að ég held að líkurnar á því að hún fái kattarofnæmi séu mun minni heldur en ef að hún væri alin upp í sótthreinsuðu umhverfi. en hjúkkan hefur látið svona frá því að hún byrjaði að koma hingað heim til að vigta og mæla,,s.s passa þetta með kettina, kettirnir þetta og kettirnir hitt,, þetta eru auðvitað bara fordómar og ekkert annað. hvernig er það, núna liggur hálf þjóðin í flensu,,ætli það séu allir með dýraofnæmi?

ef maður er erlendis þá getur maður farið með dýrin sín í strætó, og flugvélar og jafnvel inn á kaffihús. Kattasýningar eru mjög oft haldnar í íþrótta húsum erlendis en hérna á litla íslandi þar sem allir eru með svo mikið ofnæmi má helst ekki vera með dýr í 10 km radíus við almennigs samgöngutæki eða hús sem almenningur kemur saman í. Þetta er alveg hreint ótrúlegt.

 


Einelti

já mig langar aðeins að tala um einelti.

Stelpan mín er í stórum skóla og er tiltölulega ný, þar sem við fluttum fyrir um ári síðan. Ég ræddi það spes við skólastjórann þegar að við byrjuðum hvernig væri tekið á eineltismálum og hún sagði að það væri eineltisáætlun í gangi og það væri unnið mjög vel í þeim málum. ég veit ekki afhverju mér datt í hug að spyrja um þetta því að stelpan hefur aldrei orðið fyrir einelti, alltaf gengið nokkuð vel að eignast vini og svoleiðis.

það er búið að vera þónokkuð um að henni sé strítt og í hennar tilfelli kanski soldið erfitt að benda á einhvern einn í því samhengi því það hefur einhvernvegin verið þannig að það er bara stöðugt áreiti frá hinum og þessum. smá pot hér og smá pot þar. þetta hefur leitt til þess að henni líður ekki vel í skólanum. þegar hún var á miðstigi ræddi ég þetta við skólastjórann (sem sagt í í fyrra , eftir páska) og þá var eitthvað reynt að gera en ekkert gekk svo byrjar skólinn aftur í haust og enn heldur þetta áfram svo ég hringi í skólastjórann(sem er þá annar af því að hún er komin í unglingadeild) og hann vill að ég tali við námsráðgjafann sem ég og geri,, og aftur nokkuð seinna en ekkert breytist í skólanum.

Ég fór svo á foreldrafund eins og lög gera ráð fyrir í vetur og þá hafði kennarinn hennar ekki hugmynd um að það væri búið að vera eitthvað eineltis vandamál í gangi, þannig að það er greinilegt að skólinn lætur sér bara fátt um finnast eða allavega eru samskiptin ekki góð þar.

Stelpan hefur alltaf verið hraust og með mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart skólanum, oft mætti hún í gamla skólann þegar að hún var kanski slöpp eða eitthvað, fékk ekki veikindarfrí nema hún væri virkilega veik, en nú hefur þetta heldur betur breyst og ég hef ekki lengur töluna á því hvað hún er með marga veikinda daga í skólanum það sem af er vetri. henni er illt í höfðinu eða maganum eða bara eitthvað og auðvitað segir það manni að það er eitthvað að.

Pabbi hennar fór með hana til læknis á mánudaginn vegna þráláts hövuðverkjar og vildi heimilislæknirinn meina að hún væri með svona svakalega vöðvabólgu vegna stress og álags sem mætti jafnvel rekja beint til vanlíðunar í skólanum og ætlaði hann að senda skólahjúkrunarkonunni bréf. hvað verður í þessu bréfi veit ég ekki en það verður gaman að sjá hvort að einhver breyting verði á núna. nú annars verður maður að gera eitthvað í þessum málum bara sjálfur.


Gaman að gömlum myndum

mmmm hvað ég fékk góða baunasúpu í gærkvöldi. þetta er bara með því betra sem ég fæ en auðvitað er þetta líka eitt af því sem ætti að vera á bannlista hjá fólki eins og mér hahaha en er það ekki alltaf svoleiðis,, flest af því sem er gott er bannað!!!

við Sævar fóru með litlu snúllunni í sund í fyrradag (ásamt foreldrum hennar)og það var voða hressandi og maður fer alltaf að hugsa út í afhverju maður gerir þetta ekki oftar þegar að maður er loksins farinn af stað en það er nefnilega málið,,, það er svo erfitt að koma sér af stað í að gera hlutina. Við stelpurnar á heimilinu ætlum nú samt að reyna að koa okkur af stað í að gera eitthvað og skráðum okkur á átaksnámskeið í orkuverinu ásamt fleiri góðum :) og byrjum við í fyrsta tíma í dag.

Ég er búin að vera að skanna inn einhverjar myndir af Elísabet til að nota í boðskort fyrir ferminguna hennar og þá skannaði ég líka 2 myndir frá því að ég var lítil, önnur fór í prófílinn minn og þar er ég 3 eða 4 ára en hin er hér :)

Á Kleifum í Seiðisfirði 1972

Þessi mynd er tekin þegar að ég er rúmlega 2ja ára og fór í heimsókn í sveitina til ömmu og afa. þau bjuggu á Kleifum í Seiðisfirði N. Ísafjarðarsýslu.

gaman að þessu :)


Bolla bolla

ég át 2 bollur í gær og svo aftur 2 áðan og ég held að ég geti sagt með góðri samvisku að ég sé búin að fá nóg, þessa tvær áðan voru meira að segja 2 of mikið.

Það er búið að vera mikið stúss í kringum kettina núna undanfarið, fyrst og fremst auðvitað kettlingarnir og svo var aðalfundur á föstudagskvöldið, þar kom margt fram og var fundurinn góður. Eftir fundinn fórum við Stina,Kolla,Jón og Sævar á dubliners og við stelpurnar fengum okkur bjór en vorum svo komin heim rúmlega eitt. Þetta var mjög fínt enda hef ég varla farið út úr húsi núna í nokkrar vikur nema þá rétt til að fara í búð.

Nú er að fara að byrja á undirbúning fyrir kattarsýningu Kynjakatta sem verður helgina 10 og 11 mars, þarf að fara að baða og hugsa út einhverjar skreitingar fyrir búrin því þemað á þessari sýningu er Hafið og ég er einhvernvegin algjörlega andlaus,,veit ekkert hvað ég á að gera en langar samt að hafa búrið í þessu þema. hugmyndir vel þegnar hehehehe.

Svo er það fermingin hennar Elísabetar,, úff hún er 25 mars svo að það styttist óðum í það. Ég er að vísu búin að panta sal með veitingum þannig að ég þarf ekki að spá meira í það og loksins er ég búin að panta fyrir hana í hárgreiðslu en ég á eftir að panta hjá ljósmyndara og gera boðskort og svo auðvitað að fá sálmabók og kerti og svona smálegt, en ég verð nú að fara að rífa mig upp og gera þetta.

Núna um helgina hef ég verið að dunda mér við að búa til heimasíðu um Maine coon ketti á Íslandi, ég er búin að vera í stöðugu sambandi við Siggu í Eagle-Storm til að fá uppl. og svona enda er hún með bestu yfirsýnina yfir það hvað er til af þessu stóra kattarkyni á Íslandi. ÞAð er alveg hellings vinna eftir en það er þó allavegana kominn grunnurinn af þessu og þá er auðveldara að halda áfram og halda svolítið utan um þetta.


góðan daginn

godag godag

þá er það komið á hreint að það verður sýning í mars,,loksins náðist tiltekinn fjöldi inn og meira að segja getur hann Blue komið og verið með þar sem ég fékk pappírana hans á mánudaginn og skilaði þeim af mér núna í gær. mér er mikið létt við þetta, en það hefur verið gert svolítið grína afmér fyrir það hvað þessar sýningar eru mikilvægar fyrir mig hahaha en já svona er þetta bara sumir hafa stjórnmál að aðaláhugamáli á meðan aðrir hafa gaman af því að safna frímerkjum eða eitthvað,,ég hef áhuga á kisunum mínum!!!

ég er enn að gefa litlu krílunum mínum því að þau fengu kvef og hafa því þurft að vera á pensillíni og það hefur einhvernvegin frestað öllu hjá þeim, þau eru ekki eins dugleg að borða sjálf eða kanski þeim finnst svo þægilegast að láta bara mata sig hehehehe

matartími

Ég fékk fréttir um það að Óli bró og Maria hafi verið að gera tilboð í íbúð í hafnarfirði, það eitt og sér væri kanski ekki í frásögu færandi nema að því leitinu að þetta er sama íbúð og ég bjó í sem barn og mínar fyrst æskuminningar eru þaðan. ég ætla vona þeirra vegna að þetta gangi allt saman upp og þau fái íbúðina. Þessi staðsetning"vesturbærinn" í hafnarfirði er líka bara svo æðislegt hverfi, það er eitthvað við það sem heillar, kanski er það bara æskuminningarnar sem maður á þaðan en nei ég held ekki ég held að það sé eitthvað miklu meira.

 


Ekki vongóð

ohhh ég var að koma heim af kaffihúsafundi kynjakatta, þetta var voða gaman en því miður þá vantar ennþá alveg slatta af kisum til að hægt verði að halda sýningu. Það er ekki búð að skrá nema tæplega 60 og við þurfum 120 til að hægt sé að halda sýninguna. maður er bara ekki alveg að skilja það að miðað við hvað það er til mikið af köttum skráðum hjá Kynjaköttum að þetta þurfi alltaf að ganga svona hægt. reyndar eru 2 dagar eftir af skráningu en sama er,,ég tel nú ekki miklar líkur á að það náist 60 kettir fyrir ´tímamörkin og þá verður sýningin slegin af :(

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband