Allt í skralli

ja hérna hér.. nú er bara allt í skralli hérna á moggabloggi og ég búin að týna fullt af myndum öllum tenglum og bloggvinum, ég get nú ekki sagt að ég sé sátt við þetta enda nýbúin að kaupa mér auka myndapláss til að þurfa ekki að eyða út neinu en nei nei þá sér moggablogg bara um það að eyða þessu út án þess að tala við kóng eða prest !!!

jæja nóg af pirring yfir þessu, læt þetta kanski ekki alveg eyðileggja daginn fyrir mér :)

Við familían fórum þarna í útileguna en hún varð nú örlítið lengri en það sem var ákveðið í upphafi, við byrjuðum á að tjalda eina nótt við Hítarvatn og færðum okkur svo í Hraunsfjörðinn og vorum þar í 3 nætur en vorum hrakin burt af miklu óveðri svo miklu að það fauk upp fortjaldið á fellihýsinu hjá Hönnu og Helga og ekki munaði miklu hjá okkur en Guðbjörg var búin að pakka sínu öllu saman áður en óveðrið skall á okkur en við fórum aðeins inn á Grundarfjörð og þar hittum við hana Elsu Fanney :) (mömmu hennar Awa "Nikkí") svo lá leiðin í Dæli þar sem mamma og pabbi voru ásamt Lenu og Dóra. Þar fengum við fínt veður en smá rigningu sem var nú ekki ofaná bætandi því tjaldvagnarnir voru rennandi blautir eftir veruna í Hraunsfirði. Nú fannst Hönnu og Helga komið nóg svo að þau ákváðu að fara heim eftir 2 nátta stopp í Dæli en við ákváðum að halada áfram aðeins lengur og freista þess að finna sólina og tókum þá litlu Alexöndru bara með okkur en Elísabet fór með systur sinni heim. Næsti áfangastaður var Vaglaskógur, það var bara yndislegt, þar fengum við 22° hita og einhverja sól, eftir 2 nátta stopp þar var allt samferðafólkið að tala um að fara heim en við ákváðum að fara sem leið lá til Siglufjarðar til að nýta okkur gjafakort á gistiheimili Rósu og Jósteins og heimsækja hana Aisu (Ásu) í leiðinni og áttum við þar 2 yndislega daga í góðu yfirlæti og 20 og eitthvað stiga hita og sól enda brann ég þvílíkt eins og ég er vön þegar bara fréttist af sól í nágrenninu. Við Kíktum líka aðeins í heimsókn til Helgu og Kára sem eiga hana Saffie, mikið rosalega var gaman að fá að koma svona í heimsókn og kíkja á "litlu" kettlingana "mína". Við kíktum á síldarminjasafnið og saúm þar síldar söltunar sýningu og það var líka frábært, Takk fyrir okkur

Nú svo var ákveðið að kíkja aðeins við í sveitinni hjá Jóni og Siggu, á Álfgeirsvöllum litla skottan var nú ánægð með að komast loksins í sveitina þó að hún væri nú aðeins smeik við öll stóru dýrin en hún fór þó á hestbak og í smá reiðtúr þarna á hlaðinu og fannst henni það bara æði. eftir 2 nætur í sveitinni fórum við svo loks heim enda búin að vera á ferðinni á 12 daga,,,,ohhhh hvað það var gott að koma heim hahahahaha.

Ég get ekki sett inn neinar myndir frá ferðinni þar sem að talvan mín er nú komin í viðgerð með öllum myndunum innanborðs:( en vonandi að ekkert glatist og ég geti sett inn myndir seinna.

Þegar að heim var komið fórum við í það að skoða íbúð í Keflavík þar sem við erum búin að taka ákvörðun um að flytja þangað, Hanna og Helgi fóru líka að skoða íbúð sama kvöld, þau ákváðu að taka íbúðina og fá hana afhenta bara núna næsta mánudag svo að þau eru bara á fullu að pakka niður núna og auðvitað alveg ferlega spennt, Við ákváðum líka að taka íbúðina sem við skoðuðum en ætlum ekki að taka hana fyrr en um næst mánaðarmót svo að maður hafi nú tíma til að pakka og ganga aðeins frá öllum málum hérna, en þetta verður voða spennandi, Nú er bara að fara að sanka að sér kössum og svona svo að hægt sé að byrja að pakka svona í rólegheitunum því sem maður ekki þarf að nota.

Við byrjum nú samt á því að gera okkur til fyrir hina árlegu verslunarmannahelgarútilegu upp að Djúpavatni, þetta verður svaka fjör þar sem Allir ætla að mæta í þetta skiptið nema auðvitað litli drengurinn minn hann Gabríel en hann segist ætla að fara norður á Akureyri með sínum vinum.

Af kisunum er bara allt fínt að frétta og þá er það komið á hreint að litli strákurinn minn hann Ferno er að verða pabbi og ekki einu sinni orðinn eins árs en Bellan verður nú alveg að verða 2 ára þegar að hún fær kettlingana :) svo er hún Kastanía líka kettlingafull og pabbinn er hann Duzi sem er bara flottastur :) þannig að það verða vonandi fullt af lífi og fjöri hérna hjá okkur í byrjun september.

Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili en kem svo með meiri fréttir kanski eftir helgi.

Hafið það sem best um helgina og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera hehehehehe

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við, keyrir fram og til baka í gegnum Akureyri og heimsækir ekki "the main Maine coon"   bara að grínast.

Fékk samt frábæra heimsókn frá Sigló og Rósa var heppin að sleppa frá okkur með Ásu því að við vorum meira en til í að eiga þessa æðislegu kisu

Siggi (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 11:12

2 identicon

Já Kæra fjölskylda..  Takk fyrir síðast

Þetta var meiriháttar tími hjá okkur...  verðum að gera þetta aftur !

Já skellti mér til Akureyrar til mömmu og pabba eftir að þið fóruð og tók litlu skottin mín með   þannig að þetta var bara svona dömufrí... skildi samt Perluna eftir til að passa karlpeningin...  ohh  það er svo gott að koma á Akureyrina og slappa bara af í nokkra daga.

Kíktum í heimsókn til Bangsa og fjölskyldu og já ég var sko heppin að komast heim með Ásu þar sem hún heillaði þau öll upp úr skónum.

Fórum til Elfu á dýraspítalann með Lukkuna mína og hún hefur þyngst um heil 1100 grömm frá því að hún veiktist þannig að hún er öll að koma til.

Tók Ásu með  " bara " aðeins að grobba mig og vikta skvísuna í leiðinni þar sem eldhúsvogin tekur bara tvö og hálft kíló.... Og hún er orðin 3 kíló... dadaradada.. Það var sama sagan þar þeim finnst hún bara æði  

Það verður svo bara æðislegt þegar við hittumst á sýningu í haust... hlakka þvílíkt til.. Ásu líka hehe

Vona að þið skemmtið ykkur mega vel og heyrumst eftir helgi..

Kveðja frá Sigló..... Sérstök kveðja til Sævars frænda frá Jósteini frænda.

Rósa.... (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:31

3 identicon

Hæ hæ !

Mikið var nú gaman að rekast á ykkur þarna í sjoppunni í Grundó

endilega kíkið í heimsókn næst þegar þið komið á snæfellsnesið:)

En ég er með smá spurningu ???? Hversu lengi eru veiðihár að vaxa???

er nefnilega nokkuð hrædd um að hann Depill (Cornishinn) hafi komist í nokkuð feitt þ.e.a.s. Nikkí :/ kvekendið er búinn að naga af henni veiði hárinn hægra meginn fyrir ofan augu hnuff...og er allveg að narta í hinn...ohh veit ekki aaaaaaallveg hvað ég á að gera???

En allavega Nikkí er allveg hressust og flottust stækkar með hverjum deginum

Með beztu kveðju úr ólafsvíkinni

Elsa og veiðihárin

Elsa Fanney (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 12:52

4 identicon

Hæ Hæ, takk fyrir síðast.. það var gaman að hitta ykkur og allar krúttsprengjurnar hjá ykkur :) verðum í bandi ..

 kv.Sif og co 

Sif Sig (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband