Nýjir fjölskyldumeðlimir ásamt fleiru

Það er nú orðið langt síðan síðast og hef ég ágætis afsökun fyrir því þar sem talvan mín er búin að vera í veiðgerð og þetta er búið að taka heilan mánuð,,, já nákvæmlega þetta er enginn smá tími og á ekki að eiga sér stað en þannig var mál með vexti að talvan mín var hætt að taka á móti hleðslu svo að ég fór með hana í Elko sem átti svo að áframsenda hana í EJS í viðgerð, mér var sagt að þetta tæki svona c.a 10 daga, eftir 13 daga var farið að athuga með hana nei þá lá hún enn hjá þeim í Elko og auðvitað ekki einusinni búið að kíkja á hana!!!! eftir mörg símtöl og ferðir í Elko og marga daga varð endirinn sá að talað var við forstjórann í fyrirtækinu og var hann sammála okkur í að þetta væri til skammar og hann reddaði málunum á mjög skjótann máta,,,ég fékk nýja tölvu þar sem móðurborðið var farið í minni gömlu og það átti að taka einhverja x daga að fá nýtt sent frá útlöndum. Ég er bara mjög sátt með nýju vélina nema bara vesenið með öll gömlu gögnin mín,,,ég er t.d búin að tapa öllum pósti undanfarinna ára ásamt auðvitað mörgu fleiru,,,,, en myndirnar mínar björguðust sem betur fer.

Hellingur fleira hefur skeð á þessum tíma sem ég hef ekki verið hérna eins og t.d það að við familíen erum flutt í Bítlabæinn, Keflavík og enn sem komið er þá líður mér alveg svakalega vel hérna. Svo er Bellisimó búin að gjóta og fékk hún 4 æðislega kettlinga og pabbinn er enginn annar en hann Inferno, nýji fressinn sem er ekki nema 10 mánaða gamall núna,, eiginlega bara kettlingur. Þau fengu 2 black classic tabby stráka, 1 rauðann tabby strák og svo 1 tortie tabby dömu í lokin, heilsast þeim öllum rosalega vel :)

svo fyrst að við erum flutt í Kef og í góða íbúð þá var tekin ákvörðun um að fá sér hund hahaha og auðvitað fór ég af stað í að leita að þeim tegundum sem ég var spenntust fyrir og viti menn það var einmitt tilbúið got með Chinese crest hvolpum, alveg svakalega fallegum og eftir að hafa skoðað þá og spjallað heilmikið við ræktandann þá tókum við ákvörðun um að ættleiða lítinn powder puff strák ! við köllum hann HektorHektor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hlakka til að takast á við það verkefni að ala hann upp og langar mikið til að fara á hvolpa námskeið og svoleiðis :)

Af kisunum okkar er allt fínt að frétta, það voru reyndar allir frekar mikið strssaðir þegar að við vorum að flytja en allir búnir að jafna sig í dag og allt fallið í ljúfan löð og meira að segja eru kisurnar frekar afslappaðar yfir þessum litla hvolpi og varla hægt að tala um hvæs enda held ég að þær haldi að þetta sé bara einn kötturinn enn hahahahaha hann er jú bara í svipaðri stærð og kodou og Jojo.

jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og reyna að fara að uppdeita eitthvað hérna í tölvunni minni ,,,bjarga því sem bjargað verður:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn, hann er algjört bjútí :)

Mikið var æðislegt að fá myndir af Þengli í gær, hann bræðir alla hérna eins og Úlfurinn okkar, nú er bara að bíða eftir krúttpungnum :)

kv. frá eyjum

Sif og co

Sif (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:10

2 identicon

Þá rakst ég inn á bloggið þitt :) til hamingju með þetta allt saman. Hvar sér maður svo myndir af kettlingunum!

held að það sé sýki að eignast MC kött, eignist maður einn, vill maður fleiri ;)

Hlakka til að hitta ykkur á sýningunni í okt.

Kv Hugrún og co á Akureyri

Hugrún og co á Akureyri (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:33

3 identicon

Vá hvað maður er svakalega flottur til hamingju með Hektor og að sjálfsögðu litlu maine coonana.... 

Ótrúlega sem þetta er nú allt gaman en já og velkomin í samband við umheiminn... hér er ég búin að vera sambandslaus eða þar að segja hef ekki komist inn á heimasíður fyrr en nú í kvöld þegar ég hringdi alveg band brj.... í símann... og þessu var bara kippt í lag á augabragði.

Fylgjumst spennt með að sjá myndir af litlu krílunum

Kveðja Ása og Rósa 

Rósa á Sigló.. (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband