2.10.2008 | 20:44
það snjóar
Héðan frá okkur er allt fínt að frétta og allt gengur sinn vanagang. Kettlingarnir svoleiðis springa út og eru farnir að hlaupa hérna um öll gólf, rosa fjör,,þau verða bara farin að heiman áður en maður veit af. Svo er farið að styttast í heldur betur í sýninguna það verðu án efa rosalega gaman og ætlar Aisa að koma og gista hérna hjá okkur þá helgi og lofar upp á náð og miskunn Rósu og Jósteini að fylgja með :)
Ég var svo hrikalega dugleg hahaha að ég loksins fór í að uppfæra persasíðuna , löngu kominn tími á það :) en hef svo sem afsökun þar sem það hefur svo sem ekkert verið að ske í persunum hjá mér svo lengi en nú er sko breyting á því :)
það fór að snjóa hérna hjá okkur síðustu nótt og héldum við að svo væri það bara búið en nei það fór að snjóa aftur núna í kvöld og er allt orðið hvítt,,,soldið jólalegt þó að enn séu tæpir 3 ma´nuðir til jóla.
Hektor kíkti út áðan og fannst honum þessi hvíta snjódrífa bara svolítið spennandi
hmm er líka hægt að borða þetta ?
well well bið að heilsa ykkur öllum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2008 | 13:11
Kisusýningar framundan
héðan frá okkur er nú bara allt fínt að frétta, Kettlingarnir dafna svo vel og ég þarf bara ekkert að skipta mér af þeim, Bellan sér sko bara alveg um þetta allt saman.
Núna e rmaður bara að fara á fullt að undirbúa kattarsýningua sem verður haldin ú Reiðhöll Gusts í Kópavogi helgina 11 og 12 oktober. það þarf jú að baða og snurfusa og huga að ýmsu svo að þetta tekur jú allt sinn tíma og svo er kattarkynning í Garðheimum núna um helgina og ætla ég að vera þar eins og venjulega og í þetta sinn fer ég með Bangsa (persa) , Ferno ( maine coon) og var svo að spá í að taka hana Kodou ( MCO) því ég held að hún hafi gott af þessari æfingu. Það er alltaf svolítið annasamur tími þegar að það kemur að sýningunum en það er bara gaman að því. ÞAð koma einhverjir mco kettlingar frá mér á sýninguna og er ég rosalega ánægð með það en mikill vill meira og ég hefði sko alveg viljað sjá aðeins fleiri ;) En það verður þá vonandi bara á næstu sýningu sem verður haldin í mars.
Ég fer auðvitað með þessar sætu systur Jojo og Kodou :)
Það verður gaman að sjá hvaða dóma þær systur fá.
Það gengur líka fínt með Hektor þó svo að hann sé nú ekki orðinn húshreinn ennþá þá er hann svona aðeins farinn að skilja nafnið sitt og svona ýmislegt sem er að koma hjá honum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2008 | 08:58
Nýjir fjölskyldumeðlimir ásamt fleiru
Það er nú orðið langt síðan síðast og hef ég ágætis afsökun fyrir því þar sem talvan mín er búin að vera í veiðgerð og þetta er búið að taka heilan mánuð,,, já nákvæmlega þetta er enginn smá tími og á ekki að eiga sér stað en þannig var mál með vexti að talvan mín var hætt að taka á móti hleðslu svo að ég fór með hana í Elko sem átti svo að áframsenda hana í EJS í viðgerð, mér var sagt að þetta tæki svona c.a 10 daga, eftir 13 daga var farið að athuga með hana nei þá lá hún enn hjá þeim í Elko og auðvitað ekki einusinni búið að kíkja á hana!!!! eftir mörg símtöl og ferðir í Elko og marga daga varð endirinn sá að talað var við forstjórann í fyrirtækinu og var hann sammála okkur í að þetta væri til skammar og hann reddaði málunum á mjög skjótann máta,,,ég fékk nýja tölvu þar sem móðurborðið var farið í minni gömlu og það átti að taka einhverja x daga að fá nýtt sent frá útlöndum. Ég er bara mjög sátt með nýju vélina nema bara vesenið með öll gömlu gögnin mín,,,ég er t.d búin að tapa öllum pósti undanfarinna ára ásamt auðvitað mörgu fleiru,,,,, en myndirnar mínar björguðust sem betur fer.
Hellingur fleira hefur skeð á þessum tíma sem ég hef ekki verið hérna eins og t.d það að við familíen erum flutt í Bítlabæinn, Keflavík og enn sem komið er þá líður mér alveg svakalega vel hérna. Svo er Bellisimó búin að gjóta og fékk hún 4 æðislega kettlinga og pabbinn er enginn annar en hann Inferno, nýji fressinn sem er ekki nema 10 mánaða gamall núna,, eiginlega bara kettlingur. Þau fengu 2 black classic tabby stráka, 1 rauðann tabby strák og svo 1 tortie tabby dömu í lokin, heilsast þeim öllum rosalega vel :)
svo fyrst að við erum flutt í Kef og í góða íbúð þá var tekin ákvörðun um að fá sér hund hahaha og auðvitað fór ég af stað í að leita að þeim tegundum sem ég var spenntust fyrir og viti menn það var einmitt tilbúið got með Chinese crest hvolpum, alveg svakalega fallegum og eftir að hafa skoðað þá og spjallað heilmikið við ræktandann þá tókum við ákvörðun um að ættleiða lítinn powder puff strák ! við köllum hann Hektor
Ég hlakka til að takast á við það verkefni að ala hann upp og langar mikið til að fara á hvolpa námskeið og svoleiðis :)
Af kisunum okkar er allt fínt að frétta, það voru reyndar allir frekar mikið strssaðir þegar að við vorum að flytja en allir búnir að jafna sig í dag og allt fallið í ljúfan löð og meira að segja eru kisurnar frekar afslappaðar yfir þessum litla hvolpi og varla hægt að tala um hvæs enda held ég að þær haldi að þetta sé bara einn kötturinn enn hahahahaha hann er jú bara í svipaðri stærð og kodou og Jojo.
jæja ég ætla að láta þetta duga í bili og reyna að fara að uppdeita eitthvað hérna í tölvunni minni ,,,bjarga því sem bjargað verður:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2008 | 13:15
Allt í skralli
ja hérna hér.. nú er bara allt í skralli hérna á moggabloggi og ég búin að týna fullt af myndum öllum tenglum og bloggvinum, ég get nú ekki sagt að ég sé sátt við þetta enda nýbúin að kaupa mér auka myndapláss til að þurfa ekki að eyða út neinu en nei nei þá sér moggablogg bara um það að eyða þessu út án þess að tala við kóng eða prest !!!
jæja nóg af pirring yfir þessu, læt þetta kanski ekki alveg eyðileggja daginn fyrir mér :)
Við familían fórum þarna í útileguna en hún varð nú örlítið lengri en það sem var ákveðið í upphafi, við byrjuðum á að tjalda eina nótt við Hítarvatn og færðum okkur svo í Hraunsfjörðinn og vorum þar í 3 nætur en vorum hrakin burt af miklu óveðri svo miklu að það fauk upp fortjaldið á fellihýsinu hjá Hönnu og Helga og ekki munaði miklu hjá okkur en Guðbjörg var búin að pakka sínu öllu saman áður en óveðrið skall á okkur en við fórum aðeins inn á Grundarfjörð og þar hittum við hana Elsu Fanney :) (mömmu hennar Awa "Nikkí") svo lá leiðin í Dæli þar sem mamma og pabbi voru ásamt Lenu og Dóra. Þar fengum við fínt veður en smá rigningu sem var nú ekki ofaná bætandi því tjaldvagnarnir voru rennandi blautir eftir veruna í Hraunsfirði. Nú fannst Hönnu og Helga komið nóg svo að þau ákváðu að fara heim eftir 2 nátta stopp í Dæli en við ákváðum að halada áfram aðeins lengur og freista þess að finna sólina og tókum þá litlu Alexöndru bara með okkur en Elísabet fór með systur sinni heim. Næsti áfangastaður var Vaglaskógur, það var bara yndislegt, þar fengum við 22° hita og einhverja sól, eftir 2 nátta stopp þar var allt samferðafólkið að tala um að fara heim en við ákváðum að fara sem leið lá til Siglufjarðar til að nýta okkur gjafakort á gistiheimili Rósu og Jósteins og heimsækja hana Aisu (Ásu) í leiðinni og áttum við þar 2 yndislega daga í góðu yfirlæti og 20 og eitthvað stiga hita og sól enda brann ég þvílíkt eins og ég er vön þegar bara fréttist af sól í nágrenninu. Við Kíktum líka aðeins í heimsókn til Helgu og Kára sem eiga hana Saffie, mikið rosalega var gaman að fá að koma svona í heimsókn og kíkja á "litlu" kettlingana "mína". Við kíktum á síldarminjasafnið og saúm þar síldar söltunar sýningu og það var líka frábært, Takk fyrir okkur
Nú svo var ákveðið að kíkja aðeins við í sveitinni hjá Jóni og Siggu, á Álfgeirsvöllum litla skottan var nú ánægð með að komast loksins í sveitina þó að hún væri nú aðeins smeik við öll stóru dýrin en hún fór þó á hestbak og í smá reiðtúr þarna á hlaðinu og fannst henni það bara æði. eftir 2 nætur í sveitinni fórum við svo loks heim enda búin að vera á ferðinni á 12 daga,,,,ohhhh hvað það var gott að koma heim hahahahaha.
Ég get ekki sett inn neinar myndir frá ferðinni þar sem að talvan mín er nú komin í viðgerð með öllum myndunum innanborðs:( en vonandi að ekkert glatist og ég geti sett inn myndir seinna.
Þegar að heim var komið fórum við í það að skoða íbúð í Keflavík þar sem við erum búin að taka ákvörðun um að flytja þangað, Hanna og Helgi fóru líka að skoða íbúð sama kvöld, þau ákváðu að taka íbúðina og fá hana afhenta bara núna næsta mánudag svo að þau eru bara á fullu að pakka niður núna og auðvitað alveg ferlega spennt, Við ákváðum líka að taka íbúðina sem við skoðuðum en ætlum ekki að taka hana fyrr en um næst mánaðarmót svo að maður hafi nú tíma til að pakka og ganga aðeins frá öllum málum hérna, en þetta verður voða spennandi, Nú er bara að fara að sanka að sér kössum og svona svo að hægt sé að byrja að pakka svona í rólegheitunum því sem maður ekki þarf að nota.
Við byrjum nú samt á því að gera okkur til fyrir hina árlegu verslunarmannahelgarútilegu upp að Djúpavatni, þetta verður svaka fjör þar sem Allir ætla að mæta í þetta skiptið nema auðvitað litli drengurinn minn hann Gabríel en hann segist ætla að fara norður á Akureyri með sínum vinum.
Af kisunum er bara allt fínt að frétta og þá er það komið á hreint að litli strákurinn minn hann Ferno er að verða pabbi og ekki einu sinni orðinn eins árs en Bellan verður nú alveg að verða 2 ára þegar að hún fær kettlingana :) svo er hún Kastanía líka kettlingafull og pabbinn er hann Duzi sem er bara flottastur :) þannig að það verða vonandi fullt af lífi og fjöri hérna hjá okkur í byrjun september.
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili en kem svo með meiri fréttir kanski eftir helgi.
Hafið það sem best um helgina og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera hehehehehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2008 | 07:25
Enn meiri bloggleti
Alltaf lengist tíminn á milli blogga hjá mér þessa dagana haha ég hef voða lítið verið að vesenast í tölvunni undanfarið,,, aldrei þessu vant. Það er bara einhvernvegin búið að vera svo allt annað og meira að gera hjá mér núna undanfarið heldur en að vera hér.
Allir kettlingarnir farnir að heiman nema auðvitað Jojo og Kodou sem ætla að vera hérna eftir hjá okkur :o)) svo að það er nú allt orðið mun rólegra að því leitinu en auðvitað er samt heilmikið fjör hérna með alla þessa maine coon á heimilinu, Það er nefnilega mikill munur frá þeim tíma eer einungis voru persar hérna ójá coonarnir eru svo mikið fjörugri og það svo um munar. Þau eru allstaðar ofan í öllu og upp á öllu ásamt því að auðvitað má ekkert fara fram hjá þeim hahahhaaha má til dæmis ekki sópa gólfin án þess að Jojo fylgi moppunni alveg skref fyrir skref, hún ætlar ekki að missa af því hver ég sópa og hverju ég er að sópa, er með nefið ofan í moppunni svo maður á hægt um vik, Bella aftur á móti má ekki missa af því sem er að ske inn í Eldhúsi og stekkur upp á eldhúsbekk til að geta nú örugglega fylgst með öllu sem fram fer þar, Lante fylgist vel með öllu í stofunni ofan af klóru og svo mætti lengi telja,,, það er eins og þau skipti sér svolítið niður til að það sé nú öruggt að vel sé fylgst með öllu sem fram fer nema kanski það að litla Jojo er með í flest öllu en Kodou lætur sér fátt um finnast. Kanski Jojo standi bara vaktina og miðli svo bara áfram til systur sinnar hehehe.
við fórum í útilegu upp á þingvelli fyrir 2 vikum síðan og ég gerði tilraun til að taka Inferno með okkur, ég held að það verði langt í að hann reyni eitthvað að verða útiköttur sá ,,, hann var svo skíthræddur að hann kúrði bara inni í tjaldi alla helgina, rétt meikaði að fara til að fá sér að borða og drekka og svo beint upp í bólið aftur, hann lagðist bara niður þegar að ég fór með hann út í ólinni og neitaði alfarið að hreyfa sig.
Núna erum við að fara í aðra útilegu (í dag) og ætlum að vera í nokkra daga í burtu þannig að ég held að ég leggi það ekki á strákinn að koma með okkur í þetta sinnið. En já við vorum svona að spá í að fara einhvert á Snæfellsnesið og vera í 4-5 daga, einhverstaðar þar sem Sævar og Axel komast í veiði en það verður víst að taka tillit til þeirra núna þar sem þeir eiga eiginlega þessa helgi,,, Axel á afmæli á morgun 17 júlí og Sævar verður 45 á sunnudaginn, hvorugur vildi vera heima á afmælinu þess vegna var bara tekin ákvörðun um langa útilegu. Inga Hanna Systir ætlar að hugsa um dýrin mín stór og smá á meðan :)
Ég veit að beðið er eftir því að ég uppfæri MCO á Íslandi síðuna og jafnvel mína MCO síðu ;) en ég læt það samt bíða þar til ég kem heim aftur að minnsta kosti,,, svo Sif og Úlfur verða bara að bíða aðeins þolinmóð hahahahha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2008 | 10:42
Boggleti
já maður er búinn að vera frekar latur við að blogga núna, hef einhvernvegin verið bara upptekin við eitthvað alt annað misgáfulegt :) Allavega þá fór ég með yngra gotið í heilsufarstékk á fimmtudaginn fyrir viku síðan
Þetta er hann Taz og hann var nú ekki alveg á því að leyfa Dagmar að kíkja á sig.
nú er hann fluttur að heiman til Akureyrar til Hugrúnar og Jóns og hefur fengið nafnið Stormur.
Tweety var nu bara tekin og knúsuð :) hún er líka flutt að heiman og býr í Keflavík hjá Jóni Stefán og Unni
Þetta er hann Silvester að skoða sig eitthvað um þarna á borðinu en hann ætlar ekki að flytja alveg strax því hún Ingibjörg nýja fóstra hans er að spóka sig í útlöndum og kemur og sækir hann í byrjun Júlí
Það þarf að skoða mann alveg hægri vinstri þegar að maður er í svona heilsufarstékki ;) en þetta er hann Fred Flinstone sem býr núna í góðu yfirlæti í Vestmannaeyjum hjá Sif og fjölskyldu og hefur fengið nafnið Úlfur
Og svo fær maður auðvitað verðlaun þegar að maður er búinn að vera svona stilltur.
það líkar henni Velmu sko hehehe en nú er hún líka flutt til Akureyrar og býr hjá henni Söndru fóstru sinni.
já undan farnir dagar hafa farið í að afhenda kettlinga og svoleiðis þannig að nú er orðið heldur tómlegt hérna hjá okkur ,, bara 4 kettlingar eftir af 14 þvílík rólegheit hahahahaha.
Annars er búið að vera alveg yndislegt veður núna undanfarna viku en ég hef nú ekki verið nándar nærri dugleg að fara eitthvað út heldur hangi ég hérna inni og er eitthvað að vesenast. en núna er ætlunin að reyna að bæta aðeins úr því og reyna að fara í smá útilegu,,, ætlum að fara upp á Þingvelli og slaka á yfir helgina,, það verður fínt að komast aðeins í burtu. En auðvitað getur maður ekki farið mikið lengra þegar að maður er með svona kisulórur því við þurfum að gera ferð í bæinn á laugardaginn til að koma hingað heim og gefa og hreinsa kassa ;)
Annars hafið það bara sem allra best þar til næst:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2008 | 11:14
Draumabíllinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 14:20
brjálað að gera!!!
Héðan frá okkur er nú bara allt fínt að frétta, reyndar búið að vera mjög mikið að gera en það koma jú svona dagar koma jú líka :) en Eldri kettlingarnir hafa verið að fara að heiman svona eitt af öðru og svo höfum við verið að gera svona smá breytingar hérna heima þar sem einkasonurinn er búinn að ákveða að reglur heimilisins séu of strangar fyrir hann svo hann ákvað að flytja út...... þá fórum við í að mála herbergið hans BLEIKT fyrir unglinginn á heimilinu og kisurnar komnar með eigið herbergi :) og ömmubörnin komin með sitt eigið leikhorn þar sem ég var með búrin áður... og auðvitað allir hamingjusamir. Búr og náðhús allt komið inn í herbergi þannig að ekki þarf að vera með þetta út um alla íbúð enda enginn smá pakki að vera með 7 náðhús hahahahahaha.
ég set hérna inn smá myndband núna en reyni að setja inn myndir af kettlingunum seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2008 | 01:28
Hjá dýralækninnum
jæja þá er maður loksins búinn að fara með fyrri strolluna til dýralæknissins í fyrstu sprautu og örmerkingu.
við mættum á dýraspítalann í Garðabæ
Með allt liðið :)
og var Kodou fyrst skoðuð í bak og fyrir
og svo var það Ablai sem kom næstur, hér er hann hlustaður og þessi fíni hjartsláttur :)
og svo var það stóra systir hún Awa, hún var sú eina sem lét í sér heyra, enda langt frá því að vera ánægð með þessi vinnubrögð okkar Dagmars dýralæknis.
svo kom Saffie með sitt jafnaðargeð og var sko bara alveg sátt við að láta hlusta sig
Fatma var teygð út og suður hahahaha, verið að skoða fæturnar hennar.
Fatou er hér í augnskoðun
Nei takk sagði Kunta Kinte,,ég sá hvernig þið hafið farið með systur mínar,,,,,,ég er farinn......
Jojo nokkuð róleg yfir þessu og vill bara komast að sem fyrst
Aisa! hefurðu ekki örugglega burstað tennurnar þínar??
og hvernig ertu í fótunum Aisa mín? er ekki bara allt í fína?
þannig var sem sagt dagurinn okkar í dag í máli og myndum :)
nú eru allir dasaðir eftir daginn og liggja bara hér og sofa út um alla íbúð :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 15:17
myndband af kettlingunum
æji ég mátti til með að prófa að setja inn hérna myndband af kettlingunum,, það er að vísu svolítið dökkt því þetta er bara tekið á myndavélina mína að kvöldi til,, ætla að reyna seinna að taka að degi til svo að það sjáist betur :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)